is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14674

Titill: 
  • Efnahagsundrið í Botsvana
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um efnahagsundrið í Botsvana. Þrátt fyrir að vera staðsett í þeim hagvaxtarharmleik sem er Afríka sunnan Sahara þá hefur efnahagur landsins blómstrað síðastliðna fjóra áratugi og hagvöxtur verið rúm níu prósent að jafnaði. Þegar landið hlaut sjálfstæði árið 1966 voru þjóðartekjur á mann þær þriðju lægstu í heimi og landið í mjög slæmu ástandi. Í dag er landið komið í efri hluta meðaltekjuríkja með löndum og Argentína, Brasilía og Kína. Ýmsar kenningar hafa verið settar fram í þeim tilgangi að útskýra misjafnan efnahagsárangur milli landa. Í því skyni er litið til kenninga sem snúa að landsháttum, menningu, fáfræði og stofnunum í öðrum kafla ritgerðarinnar. Einnig er litið til klassískra hagvaxtarkenninga og þær lagðar til grundvallar í greiningu síðar í ritgerðinni. Í þriðja kafla er gerð ítarleg grein fyrir efnahagsframförum Botsvana. Fræðimenn eru einróma sammála um að efnahagsárangur Botsvana sé þökk góðrar stefnu stjórnvalda í efnahagsmálum. Þessi góða stefna var hins vegar valin vegna þess að undirliggjandi stofnanir voru góðar. Þrátt fyrir miklar efnahagsframfarir er ekki allt í fullum blóma í landinu. Það geisar gríðarlegur alnæmisfaraldur í landinu og ójöfnuður er enn mikill. Í lok ritgerðarinnar er árangur Botsvana í efnahagsmálum borin saman við árangur sambærilegra smáríkja í Afríku. Þar er litið á þætti eins og þjóðartekjur á mann, fjárfestingu, sparnað, menntun, atvinnufrelsi og stjórnskipulagsvísitölur. Samanburðurinn virðist benda til þess að stofnanir spili mikilvægt hlutverk í efnahagsframförum þróunarríkja.

Samþykkt: 
  • 3.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14674


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS - Botsvana - final - ÞAH.pdf1.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna