is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14689

Titill: 
  • Markaður í viðjum hafta. Áhrif gjaldeyrishafta á íslenskan skuldabréfamarkað.
  • Titill er á ensku The Effect of Capital Controls on the Icelandic Bond Market.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í kjölfar bankahrunsins sem varð á Íslandi haustið 2008 var gripið til þess ráðs að setja á gjaldeyrishöft til að koma í veg fyrir óheft fjármagnsútstreymi. Við það læstist mikið fjármagn inni í höftunum á sama tíma og fjárfestingakostum fækkaði verulega. Innlendir peningamarkaðir komu margir illa út úr hruninu en skuldabréfamarkaðurinn var þó fljótur að rétta úr kútnum. Í þessari ritgerð verður skuldabréfamarkaðurinn á Íslandi skoðaður sérstaklega frá haftasetningu til loka árs 2012. Byrjað er á almennri umfjöllun um skuldabréf og íslenskan skuldabréfamarkað. Farið er yfir fjármagnshreyfingar og er jöklabréfaútgáfa í aðdraganda hrunsins skoðuð sérstaklega. Kostir og gallar gjaldeyrishafta eru kannaðir áður en áhrif núverandi hafta á íslenska skuldabréfamarkaðinn eru tekin fyrir. Veruleg eftirspurn hefur verið eftir skuldabréfum. Vegur þar þyngst eftirspurn erlendra aðila sem festust með aflandskrónur í höftunum og lífeyrissjóða sem þurfa mánaðarlega að fjárfesta fyrir háar upphæðir hratt en örugglega. Þrátt fyrir verulega aukningu í ríkisbréfaútgáfu eftir hrun hefur lítil sem engin útgáfa verið á verðtryggðum íbúðabréfum eða skuldabréfum banka og fyrirtækja. Reynt er að leggja mat á hvort hin mikla eftirspurn hafi haft neikvæð áhrif á starfsemi markaðarins. Niðurstaðan er sú að greinileg merki umframeftirspurnar má sjá í hækkandi verði á skuldabréfamarkaði enda fylgir verð skuldabréfa líkt og annarra eigna, lögmálinu um framboð og eftirspurn. Dregið hefur úr skilvirkni markaðarins svo vaxtabreytingar Seðlabanka Íslands skila sér ekki til langtímaskuldabréfa og verðbólguvæntingum markaðarins ber að taka með fyrirvara. Ef engin breyting verður á aðstæðum stefnir brátt í bólu á öllum eignamörkuðum en ofmat á eignavirði myndi bætast á lista þeirra atriða sem valda tregðu til afnáms hafta.

Samþykkt: 
  • 3.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14689


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_Dagny2013_Markadur_i_vidjum_hafta.pdf7.45 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna