is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14732

Titill: 
  • Net markaðssetning á fasteignavefnum Eign.is
  • Titill er á ensku Net marketing for the real estate website Eign.is
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Eign.is er nýr fasteignavefur og leitarvél og er vefsvæðið rekið sem auglýsingamiðill. Eign.is hóf rekstur þann 23 apríl 2012 og á vefnum eru skráðar um 13.000 eignir frá 120 fasteignasölum en um 300 eignir eru uppfærðar á hverjum degi frá 300 fasteignasölum.
    Markmið þessarar ritgerðar er að greina hvernig staðið var að markaðssetningu vefjarins og hvernig til tókst. Ég legg mat á árangurinn af markaðssetningunni og legg þá út frá ýmsum kenningum í viðskiptafræði. Fasteignamarkaðurinn er greindur og farið er yfir helstu aðferðir við markaðssetningu á netinu. Þær eru svo bornar saman við þær aðferðir við markaðssetningu sem hingað til hafa nýst Softverk vel. Gerð er grein fyrir árangri í markaðsmálum ásamt því sem lagðar eru fram tillögur um nýjar leiðir í markaðsaðgerðum fyrirtækisins.
    Eign.is var kynnt birtingarhúsum og auglýsendum þegar í febrúar 2012. Landsbankinn og Íslandsbanki gerðust strax viðskiptavinir, og ljóst var að vefurinn þyrfti að fara í svokallaða samræmda vefmælingu á www.samvef.is og að vefurinn þyrfti að ná ákveðnum lámarksfjölda notenda í viku hverri, eða að minnsta kosti 10.000 notendur til að vera gjaldgengur sem auglýsingamiðill. Það markmið að ná 10.000 notendur náðist ekki og ástæðan fyrir því er sú að ekki má vanmeta samkeppni eða viðskiptahindranir, en fjallað er ítarlega um þetta í ritgerðinni. Til að ná þeim árangri sem stefnt var að í upphafi var vefurinn markaðssettur á nýjan leik í nóvember 2012.
    Niðurstöður eru þær að til er markaður fyrir nýja auglýsingamiðla á netinu og að auglýsendur leggi fram ákveðnar kröfur gagnvart miðlinum sem tengjast netflæði eða áhorfi. Markaðssetning og hönnun skipta því mjög miklu máli fyrir nýja auglýsingamiðla. Samkeppnishindranir eru miklar og Félag fasteignasala hafa áður verið kærðir til Samkeppniseftirlitsins vegna stuðlunar á fákeppni sem og vegna slælegra viðskiptahátta við að þvinga samkeppnina úr markaðinum. Ef netauglýsingamiðill er rétt útfærður getur hann verið mjög ábótasamur.

Samþykkt: 
  • 3.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14732


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heiðar_Ludwig_Holbergsson_BS.pdf1.26 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna