is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14739

Titill: 
  • Styrkleikar, veikleikar og markmið útflutningsfyrirtækja. Útflutningur íslenskra sjávarafurða
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Sjávarútvegur hefur alla tíð gegnt stóru hlutverk í sögu Íslands og hafa fiskveiðar og útflutningur á sjávarafurðum spilað stórt hlutverki í þjóðarframleiðnu Íslendinga. Ýmsir þættir hafa eða munu geta haft áhrif á þau íslensku fyrirtæki sem standa í fiskútflutningi og því er nauðsynlegt fyrir þau að gera ráðstafanir eða í það minnsta að reyna að sjá fyrir hvaða afleiðingar þetta gæti haft fyrir þau, með það að markmiði að geta brugðist rétt við breyttum aðstæðum. Þau þurfa því að greina það viðskiptaumhverfi sem þau eru í, sjá fyrir tækifæri og ógnanir sem eru til staðar, greina styrkleika sinn og veikleika og að lokum, að meta hvort markmið fyrirtækisins sé í samræmi við stefnu þess.
    Árin 1991 til 1994 gerði Dr. Arnar Bjarnason viðamikla rannsókn á umhverfi íslenskar sjávarútflutningsfyrirtækja og voru niðurstöður hennar kynntar í bók Arnars bjarnasonar, Export or die, sem kom út árið 1996. Síðan þá hafa fáar rannsóknir verið gerðar á þessu sviði. Markmið þessarrar ritgerðar er m.a. að fylgja eftir rannsókn Arnars Bjarnasonar og er sá hluti er snýr að styrkleikum, veikleikum og markmiðum íslensku sjávarútflutningsfyrirtækjanna, tekin fyrir. Ekki er þó um hreina samanburðarrannsókn að ræða, heldur beinist þessi rannsókn fyrst og fremst því umhverfi sem íslensk sjávarútflutningsfyrirtæki búa við í dag
    Þessi rannsókn byggir bæði á megindlegri- og eigindlegri rannsóknaraðferð.
    Niðurstöður rannsóknarinnar eru fjórþættur. Í fyrsta lagi að helsta markmið fyrirtækjanna, með útflutningi sínum, er byggja upp langtíma viðskiptatengsl við erlenda kaupendur. Í öðru lagi, að sá áreiðanleiki og persónulega traust sem stjórnendur fyrirtækjanna hafa náð að byggja upp gagnvart sínum viðskiptaaðilum, sé talinn mesti styrkleiki fyrirtækjanna og í þriðja lagi, að mesti veikleiki þeirra sé talinn hinn óöruggi aðgangur sem mörg fyrirtækjanna hafa að hráefni. Í fjórða og síðasta lagi er niðurstaðan sú að stjórnendur geri sér, í mörgum tilfellum, ekki nægilega grein fyrir hverjir séu raunverulegir styrkleikar og veikleikar fyrirtækjanna, þar sem fagleg innri og ytri greining á umhverfi þeirra, hefur ekki átt sér stað.
    Mikilvægt er að gera faglega innri- og ytri greining á þessum fyrirtækjum og gæti það án efa bætt samkeppnishæfni margra fyrirtækjanna; kæmi það þeim og íslensku samfélagi til góða. 

Samþykkt: 
  • 3.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14739


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eyjólfur Brynjar_Seinni MSritgerd.pdf2.23 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Eyjólfur Brynjar_Seinni MSritgerd_ útdráttur og efnisyfirlit.pdf112 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Eyjólfur Brynjar_Seinni MSritgerd Heimildaskrá.pdf81.87 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna