is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14743

Titill: 
  • Völd og viðskipti: Efnahagssamskipti Bandaríkjanna og Kína
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð eru áhrif mikils efnahagsuppgangs í Kína á samband ríkisins við Bandaríkin könnuð. Margir hafa velt fyrir sér þýðingu þess að Kína sé orðið lykilgerandi í hagkerfi heimsins og er það mat sumra að hún feli í sér ógn við stöðu annarra ríkja í alþjóðasamfélaginu. Áhrif aukinna milliríkjaviðskipta á samskipti ríkja hefur lengi verið fræðimönnum frjálslyndisstefnunnar hugleikin. Þeir telja að viðskipti og átök útiloki hvort annað og byggir þessi ritgerð á þessari sýn frjálslyndisstefnunnar. Í ritgerðinni er eðli efnahagsuppgangs Kína kannaður og stöðu efnahags landsins í kjölfar fjármálakreppunnar, sem hófst í Bandaríkjunum árið 2007, gerð skil. Þá eru efnahags- og viðskiptatengsl milli Bandaríkjanna og Kína könnuð. Sýnt er fram á að ríkin hafi bæði mikinn hag af viðskiptum sín á milli og að töluverður ávinningur sé af áframhaldandi efnahagssamskiptum á milli ríkjanna. Niðurstaða ritgerðarinnar er að líklegt sé að áframhald verði á ábatasömu efnahagssambandi milli landanna og það verði grundvöllur friðsælla samskipta þeirra á milli í framtíðinni.

Samþykkt: 
  • 6.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14743


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Björn Rafn Gunnarsson.pdf598.88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna