is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14750

Titill: 
  • Sýslumannsembættin á Íslandi. Þróun, breytingar, möguleikar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni rannsóknarinnar er sýna fram á hvaða breytingar hafa orðið á skipulagi og verkefnum sýslumannsembætta á Íslandi síðastliðin 25 ár í þeim tilgangi að greina sóknarfæri og framtíðarmögleika embættanna.
    Ritgerðin skiptist í tvo hluta; annars vegar í greiningu á þeim breytingum sem orðið hafa á skipulagi og verkefnum sýslumannsembætta á Íslandi á fyrrgreindu tímabili, og er að nokkru söguleg greining, og hins vegar að þeirri stefnu stjórnvalda að færa margvísleg sérverkefni til einstakra sýslumannsembætta.
    Í fyrri hlutanum er það skoðað hvaða breytingar urðu á embættunum. Meginbreytingarnar má rekja til aðskilnaðar framkvæmdavalds og dómsvalds, aðskilnaðar löggæslu frá annarri starfsemi sýslumannsembættanna og færslu verkefna til sýslumannsembætta, og þá einkum til embætta á landsbyggðinni.
    Þá er í seinni hlutanum fjallað um tilfærslu einstakra verkefna og var spurningalisti lagður fyrir þá 12 sýslumenn sem falin hafa verið slík sérstök verkefni í því skyni að leggja mat á ávinning, árangur og framtíðarmöguleika embættanna.
    Gögn rannsóknarinnar sýna að það er mat sýslumanna að ávinningur sé í því fyrir embættin, einkum þau á landsbyggðinni, að fá til sín sérstök verkefni. Þá sé slíkt einnig ávinningur fyrir það samfélag sem viðkomandi embætti er í. Jafnframt var það mat sýslumanna að framtíðamöguleikar embættanna væru fólgnir í frekari verkefnaflutningi til þeirra.
    Framtíðarmöguleika sýslumannsembættta verður að meta í ljósi þeirra sjónarmiða sem uppi eru í samfélaginu hvað varðar uppbyggingu og framtíðarskipulag opinberrar þjónustu er tekur m.a. mið af þeirri svæðaskiptingu landsins sem kemur fram í Sóknaráætlun 20/20.

Samþykkt: 
  • 6.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14750


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hjördís Stefánsdóttir ritgerð.pdf1.35 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna