is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14754

Titill: 
  • Mat á lögmæti samruna með áherslu á sjónarmið um hagræðingu og fyrirtæki á fallandi fæti
  • Titill er á ensku The Assessment of Mergers. Efficiencies and the Failing Firm Defence
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í kjölfar efnahagskreppunnar er ljóst að hagræðingar er þörf á mörgum sviðum í atvinnulífinu. Það hefur lengi verið umdeilt í samkeppnisrétti hvort taka eigi tillit til sjónarmiða um hagræðingu í efnislegu mati á samruna fyrirtækja. Í þessari ritgerð er leitast við að svara þeirri spurningu hvaða vægi hagræðing hefur almennt í mati á samruna fyrirtækja og hvort að hún sé með sama hætti í framkvæmd á Íslandi, í Evrópu og Bandaríkjunum.
    Eftir hrunið liggur fyrir að staða margra fyrirtækja er ekki góð og er hagræðing með samruna oft nauðsynleg til að fyrirtæki verði ekki gjaldþrota. Í samkeppnisrétti hefur reglan um fyrirtæki á fallandi fæti (e. failing firm defence) verið þekkt um nokkurt skeið, en þá er samruni heimilaður vegna bágrar fjárhagssstöðu annars samrunaaðilans. Leitast er við að gefa mynd af þeim sjónarmiðum sem búa að baki reglunni og við hvaða aðstæður er hægt að beita reglunni.
    Uppbyggingu ritgerðarinnar er þannig háttað að í upphafi er fjallað um þróun reglna um samruna fyrirtækja. Þá er fjallað almennt um þau atriði sem samkeppnisyfirvöldum ber að hafa í huga við mat á því hvort heimila eigi samruna eða ekki, s.s. hvað felst í markaðsráðandi stöðu, aðgangshindrunum að markaði og fleira. Í framhaldinu er sjónum beint að hlutverki hagræðingar í efnislegu mati á samruna fyrirtækja og að lokum er reglan um fyrirtæki á fallandi fæti skoðuð.

Samþykkt: 
  • 6.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14754


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sunna_Magnus_ritgerð.pdf607.4 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna