is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14755

Titill: 
  • Sameining og sjálfsmynd: Íþróttir og ritúöl
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Íþróttir skipa og hafa ávallt skipað stóran sess í samfélagi mannsins allt frá örófi alda. Íþróttir geta virkað sem útrás fyrir tilfinningar okkar sem og stuðlað að aukinni samheldni innan hópa og þjóða. Trú er einnig eitthvað sem hefur fylgt manninum um langt skeið, og hún á sömuleiðis sinn þátt í því að skipta samfélögum upp í mismunandi hópa. En hversu tengd eru íþróttir og trú og hvaða afleiðingar hefur það haft í för með sér að trú sé greypt í íþróttir á okkar tímum? Ritúöl fylgja okkar daglega lífi og sem liður af trú og mannlegum hefðum má þau einnig finna innan íþrótta, bæði á fyrri öldum sem og í dag. Sumo-glíma Japana og haka dans landsliðs Nýja-Sjálands í ruðningi komu sérstaklega fyrir í þessari ritgerð og ritúölin sem þar má sjá voru síðan greind með hjálp mannfræðingsins Victor Turner og greiningu hans á ritúölum Ndembu fólksins í Mið-Afríku.
    Niðurstaða ritgerðarinnar var sú að ritúöl innan íþrótta spila stórt hlutverk í því að skapa, auka og viðhalda þjóðernisvitund og sameiginlegri sögu þeirra sem framkvæma ritúalið. Ritúölin eiga djúpar rætur að rekja til sögu heimalandsins og eru oft á tíðum gríðarlega táknrænar athafnir, þau vekja því tilfinningar um sameind, stolt og að tilheyra ákveðnum hóp eða samfélagi.
    Lykilorð: Íþróttir, Ritúöl, Trú, Victor Turner, Sameining, Sjálfsvitund, Sumo, Haka.

  • Útdráttur er á ensku

    Sports are, and have always played a big role in human society since ancient times. Sports can act as an outlet for our feelings as well as contribute to a greater cohesion within groups and nations. Religion has also followed man for a long time, and likewise it has contributed to dividing communities into different groups. But how connected are sports and religion, and what implications does it have that religion is embedded in the sports of our time. Rituals are a part of our daily lives, and as a part of religion and human traditions we can also find them in sports; both in ancient societies and today. This essay will feature a chapter on Japanese sumo wrestling and another on the haka, a traditional Maori dance which the New Zealand national rugby team performs before each game. Using Victor Turner’s ideology on rituals the essay then analyzes the sumo and haka rituals.
    The rituals have deep foundations in history and culture and are very symbolic. In conclusion the rituals performed incorporate ones sense of belonging, patriotism and self awareness.
    Keywords: Sports, Rituals, Religion, Victor Turner, Unification, Identity, Sumo, Haka.

Samþykkt: 
  • 6.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14755


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Ritgerd Karl Svavar Gudmundsson 2013.pdf789.61 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna