is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14769

Titill: 
  • Birting stjórnvaldsákvarðana
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Það er sjálfsagður útgangspunktur í nútímaréttarríki að lög skuli birt. Að baki reglum um birtingu laga búa sjónarmið um réttaröryggi borgarans. Með slíkum reglum er borgaranum veitt vörn gegn gegn geðþótta valdhafa með því að tryggður er fyrirsjáanleiki í samskiptum hans við yfirvöld.
    Réttarstaða borgara í nútímaþjóðfélagi ræðst ekki einvörðungu af þeim almennu fyrirmælum sem sett eru af handhöfum löggjafar- og framkvæmdarvalds heldur einnig af þeim einstöku ákvörðunum sem stjórnvöld taka í málefnum hvers og eins þeirra. Með stjórnvaldsákvörðunum er kveðið með bindandi hætti á um réttindi og skyldur einstaklinga og lögaðila í tilteknu tilviki. Slíkar ákvarðanir gegna sífellt veigameira hlutverki við afmörkun á réttarstöðu borgara í nútímaþjóðfélagi. Þau sjónarmið um réttaröryggi sem búa að baki reglum um birtingu laga eiga því einnig við um birtingu stjórnvaldsákvarðana. Er markmið slíkra reglna að tryggja réttaröryggi málsaðila með því að tryggja honum upplýsingar um efni ákvörðunar sem tekin er í máli hans.
    Í ritgerðinni er lýst þeim reglum sem gilda um birtingu stjórnvaldsákvarðana að íslenskum rétti. Almenn fyrirmæli um birtingu slíkra ákvarðana er að finna í 1. mgr. 20. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Í ritgerðinni er fjallað um þau almennu sjónarmið sem búa að baki lögunum og þau sjónarmið sem liggja til grundvallar ákvæðum 1. mgr. 20. gr. laganna. Fjallað er um einstök álitaefni varðandi skýringu ákvæða 1. mgr. 20. gr. stjórnsýslulaga, svo sem hvaða aðili skuli standa að birtingu ákvörðunar, fyrir hverjum beri að birta ákvörðun og á hvaða tímamarki birting skuli fara fram. Einnig er fjallað um ólíka birtingarhætti og form og efni tilkynningar sem beint er til aðila máls þegar ákvörðun er birt. Þá er fjallað um undantekningar frá birtingarskyldu stjórnvalda og þau réttaráhrif sem lögboðin birting ákvörðunar hefur í för með sér.
    Í ritgerðinni er einnig fjallað um þau sérstöku fyrirmæli um birtingu stjórnvaldsákvarðana sem er að finna á einstökum sviðum stjórnsýslunnar og jafnframt veitt stutt yfirlit yfir þær reglur sem gilda um birtingu stjórnvaldsákvarðana í öðrum norrænum ríkjum. Er meðal annars dregin sú ályktun að þróun annars staðar á Norðurlöndum undanfarin ár hafi verið í þá átt að útfæra reglur um birtingu stjórnvaldsákvarðana með ítarlegri hætti en gert hefur verið í íslenskum rétti hingað til.

Samþykkt: 
  • 6.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14769


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
birting_stjornvaldsakvardana.pdf819.92 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna