is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14774

Titill: 
  • Leikskólakennarastarfið í femínísku ljósi. Samskipti kvenna og karla, fagleg staða og áhrif sveitarfélaga á stöðu og þróun leikskólakennarastarfsins
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsóknin mín er femínísk og beinist að stöðu leikskólakennarastarfsins. Það er hefðbundið kvennastarf sem nýtur lítillar virðingar á vinnumarkaðnum. Kenningarlegum ramma Lynn Weber um samtvinnun mismunarbreyta, kenningu Sylviu Walby um kynjakerfið og hugtökum Connell, ríkjandi karlmennska og styðjandi kvenleiki, var beitt til að varpa ljósi á samskipti kvenna og karla í leikskólum, faglega stöðu leikskólanna og áhrif sveitarfélaga á stöðu og þróun leikskólakennarastarfsins. Rannsóknin er eigindleg og byggir á viðtölum við tíu konur og þrjá karla sem starfa í tveimur leikskólum eða fyrir utan leikskólana. Jafnframt er byggt á tveimur þátttökuathugunum sem voru framkvæmdar í sitthvorum leikskólanum. Niðurstöður sýna að verkaskipting í leikskólum er kynjuð þar sem hefðbundnum hugmyndum um hlutverk kynjanna er viðhaldið innan leikskólanna. Karlarnir leggja áherslu á að skapa sér sérstöðu sem konurnar styðja en á sama tíma gera þær lítið úr eigin áherslum. Þannig viðhelst undirskipun kvenna á opinbera sviðinu og um leið jafnvægi kynjakerfisins. Niðurstöður sýna enn fremur að lítil virðing er borin fyrir sérþekkingu leikskólakennara innan leikskólanna. Þá virðist vera leitast eftir því hjá sveitarfélögunum að fjölga starfsfólki með styttri menntun en leikskólakennaramenntun. Þannig eru teknar ákvarðanir hjá sveitarfélögunum sem hafa neikvæðar afleiðingar fyrir stöðu og þróun þessa hefðbundna kvennastarfs.

  • My research is framed by feminist perspectives and concerns the working situation of preschool teachers. This work is traditionally the domain of women and its perceived standing in the labour market is low. Weber´s theoretical frame of intersectionality, Walby´s gender system and Connell´s concepts of hegemonic masculinities and emphasised femininity were applied to explore gendered relationships in the preschool arena and professional status of the preschools, as well as the impact of administrative decisions on status of the preschool teachers. Qualitative method were conducted including interviews with ten women and three men working in two preschools and outside the preschools. My conclusions demonstrate that the division of labour in preschools is predominantly along gendered lines, a condition that is reproduced within these institutions. The men seek to establish their own field of work, which is supported and accepted by the women, who at the same time downgrade their own position. In this way, the low status of women is reproduced together with the gendered status quo. In addition, my research indicates that preschool teachers receive limited respect as professionals within the preschools and administrative decisions are made that seem to be negative for the position and professional progress of this occupation.

Samþykkt: 
  • 6.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14774


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA verkefnið - Skemman.pdf1.03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna