is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14790

Titill: 
  • Réttindi fyrirtækja á grundvelli Mannréttindasáttmála Evrópu við meðferð samkeppnismála
  • Titill er á ensku The Rights of Companies under the European Convention of Human Rights in Competition law Proceedings
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð hefur verið gert grein fyrir umfangi þeirra réttinda sem fyrirtæki njóta við meðferð samkeppnismála á grundvelli mannréttindasáttmála Evrópu (hér eftir skammstafað MSE). Var í því sambandi skoðað hvort málsmeðferð bæði hér á landi og í EB-rétti samræmist kröfum sáttmálans. Það virðist fyrstu sýn virðist það vera frekar fjarlæg niðurstaða að fyrirtæki geti notið verndar sáttmála sem fyrst og fremst hefur það að markmiði að stuðla að mannfrelsi einstaklinga sem undirstaða réttlætis og friðar. Engu að síður hefur það verið raunin í dómaframkvæmd. Má í því sambandi vísa sérstaklega til nýlegrar niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í máli Menarini Diagnostic gegn Ítalíu þar sem hann komst að þeirri niðurstöðu að samkeppnisviðurlög ítalskra stjórnvalda falla undir viðurlög við refsiverðu broti í skilningi 1. mgr. 6. gr. MSE.
    Meðferð samkeppnismála er stjórnsýslulegs eðlis, það er því ljóst að örðugt er að færa ákvæði sem eiga fyrst og fremst við um meðferð sakamála og láta þau gilda fullum fetum um málsmeðferð í samkeppnismálum. Í umfjöllun ritgerðarinnar var einungis lögð áhersla á umfang þeirra réttinda sem fram komu í málum er varða brot á efnisreglum samkeppnisréttarins, þetta eru brot sem varða ólögmætt samráð fyrirtækja og misnotkun á markaðsráðandi stöðu sem vernduð er í 10. og 11. gr. samkeppnislaga, nr. 44/2005, (hér eftir skammstafað skl.). Upphæðir í slíkum málum hafa farið ört hækkandi undanfarin ár, hafa fyrirtæki því borið fyrir sig að viðurlög í slíkum málum beri öll refsiréttarleg einkenni og þar af leiðandi þurfi að gera frekari kröfur til málsmeðferðarinnar til samræmis við MSE. Í þessu sambandi voru sérstaklega skoðaðar þær kröfur sem fram hafa komið í niðurstöðum MDE varðandi túlkun á MSE og hvort þær séu í samræmi við framkvæmd ESB/EFTA-dómstólsins og réttarframkvæmd hér á landi.
    Í upphafi var stuttlega gert grein fyrir réttarsviði samkeppnisréttar og samband íslenskar samkeppnisslöggjafar við EB/EES-réttinn en réttarsviðið sækir um margt fyrirmyndir sínar þangað. Þá var farið yfir hugtakið fyrirtæki í samkeppnisrétti en það sætir sjálfstæðri skýringu óháð öðrum réttarsviðum og í kjölfarið málsmeðferð samkeppnisyfirvalda í EB/EES-rétti og hér á landi.
    Í 3. kafla var fjallað um réttarsvið mannréttinda, fyrstu hugmyndir manna um mannréttindi og helstu sáttmála og stofnanir sem komið hefur verið á fót í þeim tilgangi að þau séu virt áður en farið verður sérstaklega yfir rök með og á móti mannréttindarvernd fyrirtækja eða lögaðila.
    4. kafli er þungamiðja ritgerðarinnar en þar voru útlistuð þau réttindi sem fyrirtæki njóta á grundvelli MSE við meðferð samkeppnismála og gert grein fyrir umfangi þeirra í þeirri tímaröð sem þau verða virk, hvort sem það er við málsmeðferð samkeppnisyfirvalda, töku endanlegrar ákvörðunar þeirra um viðurlög eða við endurskoðun dómstóla. Að lokum voru helstu niðurstöður dregnar saman í 5. kafla.

Samþykkt: 
  • 6.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14790


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Réttindi fyrirtækja á grundvelli Mannréttindasáttmála Evrópu við meðferð samkeppnismála.pdf998.77 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna