is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14801

Titill: 
  • Stríð, stolt, sorg og sprengja: Brot úr sögu íslenskra áfallaminnismerkja
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um minnismerki á Íslandi sem snúa að samfélagslegum áföllum, út frá kenningum um minnismerki og sameiginlegt minni. Þegar orðræða um áfallaminnis-merki hófst hér á landi, á þriðja og fjórða áratug tuttugustu aldar, var því gjarnan haldið fram að þjóðin reisti ekki minnismerki vegna þess að hún kærði sig ekki um að muna og var einatt vísað til annarra þjóða sem heiðruðu minningu fallinna til samanburðar. Íslendingar reistu fyrstu áfallaminnismerkin undir lok fjórða áratugarins og þá um drukknaða sjómenn. Hefðin er sýnilega innflutt og er sjómönnunum þráfaldlega lýst sem hermönnum er haldi vörð um Ísland og Íslendinga. Þannig voru látnir sjómenn gerðir að þjóðareign, engu síður en fallnir hermenn, með tilheyrandi þjóðernishyggju sem átti það til að keyra úr hófi, fyrst í orðræðunni um minnismerkin og seinna í myndmáli minnismerkjanna sjálfra.
    Í ritgerðinni er saga íslenskra áfallaminnismerkja rakin í grófum dráttum. Meðal annars er bent á að stóraukinn fjöldi minnismerkja undir lok tuttugustu aldar er nátengdur kenningum um að nútíminn sé þjakaður af gleymsku, um leið og hann er sjúkur í, eða af, minni. Tiltölulega fá minnismerki risu fyrstu áratugina og flest þeirra viðamikil en eftir 1980 hefur minnismerkjum fjölgað gríðarlega og inntak þeirra breyst. Í dag rísa mörg minnismerki á ári um samfélagsleg áföll, þau eru almennt einfaldari en áður og krefjast minni undirbúningsvinnu. Minnismerkin snúa nú að aðstandendum í mun ríkara mæli en fyrr, sem kemur meðal annars fram í stóraukinni áherslu á skrásetningu nafna og breyttu staðarvali. Samhliða þessu nýja hlutverki hefur mjög bæst í flóru íslenskra áfallaminnis-merkja þótt sjómannaminnismerki séu enn mest áberandi.

Styrktaraðili: 
  • Rannsóknasjóður Háskóla Íslands
Samþykkt: 
  • 6.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14801


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Emma.pdf2.83 MBOpinnPDFSkoða/Opna