is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14806

Titill: 
  • Hið fagurfræðilega ytra byrði: Húðlæg fegurð sem menningarleg afurð í vestrænu samfélagi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Húðin er stærsta líffæri mannsins sem gegnir því hlutverki að vernda líkamann frá ýmsum þáttum umhverfisins, og sem ytra byrði einstaklingsins þjónar húðin einnig fagurfræðilegum tilgangi þar sem maðurinn ráðskast með hana á ýmsa vegu til þess að aðlaga líkama sinn, eða persónuleika að samfélagslegum viðmiðum. Í þessari ritgerð verður farið yfir hvernig líkaminn, þá einkum húðin, markar félagsleg tengsl milli einstaklinga í samfélaginu þar sem einblínt verður á birtingarmynd kyngervis. Með því að orðræðugreina auglýsingar, greinar og viðtöl í tveimur íslenskum tímaritum mun ég skoða hvernig hugmyndir í samfélaginu um hvað sé „náttúrulegt“ og hvað sé menningarbundið, móta orðræðu um húðlæga fegurð. Með húðlægri fegurð vil ég meina að ákveðin hugmyndafræði um fegurð beinist sérstaklega að húðinni og umhirðu húðar. Með feminískar kenningar, kenningar félagslíffræði og einkum kenningar mannfræði líkamans til hliðsjónar, auk etnógrafískra dæma, er markmið ritgerðinnar að varpa ljósi á mikilvægi félagslegs og menningarlegs hlutverks húðarinnar þar sem kyngervi liggur til grundvallar í vestrænu samfélagi.

  • Útdráttur er á ensku

    The skin is the human largest organ that serves the function of protecting the body from various environmental factors, and as the surface of the individual, the skin also plays an aesthetic role as the human manipulates it in various ways to adjust the body, or personality to social standards. This thesis will bring an overview how the body, especially the skin, represents social connection between individuals where the focus will be on the manifestation of gender. By doing discourse analysis on advertisements, articles and interviews in two Icelandic magazines I will examine how ideas within the society about what is "natural" and what is cultural, form a discourse on skin-like beauty. By skin-like beauty I would like to state that a certain ideology on beauty is directed to the skin and caring of the skin. With feminist theories, sociobiological theories and especially theories of anthropology of the body taken to consideration, as well as ethnographic examples, the aim of this thesis is to shed a light on the importance of the skin as a social and cultural image where gender forms a basis in a Western society.

Samþykkt: 
  • 6.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14806


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðrún Magnea Magnúsdóttir-BA-ritgerð.pdf402.01 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna