is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14808

Titill: 
  • Í hjáverkum teiknað: Um myndir við Njálu í sagnahandriti frá 19. öld
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bræðurnir Guðlaugur og Guðmundur Magnússynir fóru ungir að aldri í fóstur hvor á sinn bæinn á Fellsströnd í Dalasýslu á síðari hluta 19. aldar. Þegar Guðlaugur ákvað að hefja nýtt líf í Vesturheimi árið 1873 hafði hann lokið við að skrifa upp á annan tug Íslendingasagna og -þátta. Bróðir hans tók þá við pennanum og bætti álíka mörgum sögum við handrit þeirra, Lbs 747 fol. og Lbs 748 fol. Guðlaugur skrifar upp sögur sem ekki höfðu ratað á prent – heimildir hans eru því önnur handrit – en Guðmundur styðst við prentaðar útgáfur sagnanna. Handritin bera vott um blómlega handritamenningu við Breiðafjörðinn þrátt fyrir að prentun hafi hafist hér á landi nokkrum árhundruðum fyrr.
    Guðlaugur teiknar fjölmargar litmyndir í fyrrnefnda handritið, þeirra á meðal 21 mynd við Njálu. Myndirnar eru af persónum og atburðum sögunnar og kemur Guðlaugur þeim fyrir í miðjum textanum. Samspil þessara tveggja miðla, orða og mynda, hafa þannig óhjákvæmilega áhrif á lestrarupplifun. Hvort sem lesandinn les í einrúmi eða hlustar á söguna upplesna mætti líkja áhrifunum við lestur myndasagna þar sem lesandinn neyðist til að lesa í tvö táknkerfi. Þótt allar upplýsingar komi fram í textanum sjálfum er í myndunum fólgin ákveðin merking sem lesandinn les og túlkar. Myndirnar verða til í huga Guðlaugs og þær markast af hans ímyndun og sýn á söguna sem getur mótað upplifun lesenda og skapað nýja merkingu. Slík „endurritun“ hófst strax með elstu handritum sögunnar og hún heldur áfram með hverri útgáfu, þýðingu, leikverki, ljóði og svo mætti áfram telja.
    Talið er að Njála hafi fyrst verið færð í letur um 1300 en frumhandrit sögunnar er glatað. Lbs 747 fol. er yngsta handritið sem geymir söguna og ekki er ólíklegt að hún hafi engu að síður verið „hin eina Njála, sem til er“ í huga sveitunga á Fellsströnd, en svo kemst Einar Ólafur Sveinsson að orði þegar hann fjallar um elstu gerðir sögunnar. Í ritgerðinni er handrit Guðlaugs kannað með hliðsjón af handritamenningu síðari alda og kenningum um samspil texta og mynda.

Samþykkt: 
  • 6.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14808


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
i_hjaverkum_teiknad_ths.pdf11.1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna