is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14818

Titill: 
  • Um kröfugerð í einkamálum. Yfirlit yfir helstu formskilyrði
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Að baki sérhverju máli sem lagt er fyrir dómstóla er krafa. Slík krafa er grundvallaratriði í málinu vegna þess að án kröfu er jafnan ástæðulaust að höfða mál. Eins og orðið kröfugerð ber með sér felst í kröfugerð sú athöfn að gera einhverjar kröfur. Allar röksemdir sem settar eru fram í máli hljóta að hafa það að markmiði að sannfæra dómara um taka til greina þá kröfu sem gerð hefur verið. Í einkamálum er staðan jafnan sú að stefnandi gerir kröfur í stefnu og ef stefndi tekur til varna þá gerir hann kröfur í greinargerð, eftir atvikum getur hann einnig höfðað gagnsök eins og nánar er vikið að síðar.
    Kröfur sem lagðar eru fyrir dóm eru fjölbreyttari en svo að nokkur leið sé að gera með tæmandi hætti grein fyrir mögulegu efni þeirra. EML veita leiðbeiningar um það hvernig slík krafa skuli sett fram svo dómur leysi úr henni. EML eru í raun nokkurskonar umferðarreglur um rekstur einkamála fyrir dómi. Markmið þessarar ritgerðar er að veita yfirlit yfir helstu reglur sem gilda um kröfugerð í einkamálum. Ýmis formskilyrði gilda um kröfugerðina og verður gerð grein fyrir þeim helstu í þessari ritgerð. Litið verður til dómaframkvæmdar og ályktanir dregnar af henni um þau sjónarmið sem dómstólar líta til við mat á því hvort kröfugerð uppfylli öll formskilyrði. Þá verður fjallað um þá möguleika sem aðilar máls hafa til þess að breyta kröfugerð undir rekstri máls, t.d. í því skyni að koma kröfugerð í það horf að hún uppfylli öll formskilyrði og að mál verði tekið til efnismeðferðar.
    Ritgerðin skiptist í níu kafla og er rétt að gera stutta grein fyrir efni þeirra í upphafi. Í 2. kafla ritgerðarinnar er yfirlit yfir helstu meginreglur einkamálaréttarfars sem hafa þýðingu fyrir umfjöllunarefnið. Í 3. kafla er gerð grein fyrir hugtakinu sakarefni og því hvernig megi afmarka sakarefni máls. Fjallað er um mismunandi tegundir dómkrafna í 4. kafla, en miklu varðar að orða kröfugerð á réttan hátt svo krafa fái úrlausn í samræmi við markmið málsóknar. Í 5. kafla víkur umfjölluninni annars vegar að þeim málum þar sem fleiri en ein krafa er til úrlausnar og hins vegar að þeim málum þar sem krafa er ekki sótt í heild heldur aðeins hluti hennar. Í 6. kafla er umfjöllun um fleiri almennar reglur um kröfugerð í einkamálum og um skyldu dómara til að taka afstöðu til þeirra krafna sem aðilar setja fram. Umfjöllunarefni 7. kafla er ein mikilvægasta meginreglan sem gildir um form kröfugerðar í einkamálum. Þetta er meginreglan um ákveðna og ljósa kröfugerð. Í lok 7. kafla er síðan fjallað heimildir dómara til skýringa á kröfugerð, en sá hluti kaflans veitir ágæta sýn á það hve miklar kröfur dómarar geri til þess að kröfugerð sé ákveðin og ljós. Síðasti efniskaflinn er sá áttundi. Þar er fjallað um það í hvaða tilvikum málsaðilum er heimilt að breyta eða lagfæra kröfugerð frá því sem fram kemur í stefnu. Þessar heimildir geta t.d. komið til skoðunar í þeim tilvikum sem krafa hefur ekki verið nægjanlega ákveðin og ljós í stefnu. Samantekt og niðurstöður koma loks fram í 9. kafla.

Samþykkt: 
  • 6.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14818


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gestur Gunnarsson.pdf611.55 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna