is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14820

Titill: 
  • „Maður verður að markaðssetja sig.“ Hlutverk skjalastjóra í breytingaferli við innleiðingu á rafrænu skjalastjórnunarkerfi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að skoða hlutverk skjalastjóra sem breytingastjóra við innleiðingu á rafrænu skjalastjórnunarkerfi. Rannsóknin byggir á blandaðri aðferð, eigindlegri aðferðafræði og megindlegri rannsóknaraðferð. Tekin voru hálfopin viðtöl við átta skjalastjóra sem tekið höfðu þátt í innleiðingu á rafrænu skjalastjórnunarkerfi og sendur var út spurningalisti á félagsmenn í Félagi um skjalastjórn.
    Lagt var af stað með eftirfarandi rannsóknarspurningar: Hver eru meginverkefni skjalastjóra, hver er helsti hvatinn að innleiðingu rafræns skjalastjórnunarkerfis, er umboð til athafna nauðsynlegt í innleiðingarferlinu, hversu mikilvægur er stuðningur stjórnenda við innleiðingu rafræns skjalastjórnunarkerfis, skiptir staða skjalastjóra í skipuriti máli þegar innleiðing á sér stað, hver er helsta andstaða starfsmanna í breytingaferlinu og hvernig er hægt að yfirvinna andstöðu starfsmanna?
    Helstu niðurstöður eru þær að kenningar og líkön breytingastjórnunar styðja vel við innleiðingarferli á rafrænu skjalastjórnunarkerfi. Skilgreina þarf hlutverk skjalastjóra í upphafi innleiðingarferlis og gera hann ábyrgan fyrir öllum þáttum skjalastjórnunar þ. á m. hönnun, innleiðingu og viðhaldi skjalakerfa innan skipulagsheildar. Gera þarf starfsfólki grein fyrir hvatanum með innleiðingunni, af hverju er verið að fara í breytingarnar og hver sé megintilgangur með innleiðingunni. Gefa þarf skjalastjórum fullt umboð til athafna og skilgreina vel verksvið þeirra. Staða skjalastjóra í skipuriti skiptir máli sem og stuðningur stjórnenda. Andstaða starfsmanna í breytingaferli er algeng. Til að yfirvinna hana þarf að virkja þá í breytingaferlinu, halda þeim upplýstum og umbuna þeim fyrir þátttöku og vel unnin störf.

Samþykkt: 
  • 6.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14820


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA_MD_Madur_verdur_ad_markadssetja_sig.pdf1.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna