is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14823

Titill: 
  • Og seinna börnin segja, sko mömmu hún hreinsaði til: Efnisveruleiki og efnismenning Rauðsokkahreyfingarinnar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Fornleifafræði hins nýliðna er vaxandi undirgrein fornleifafræðinnar. Með tilkomu Nýju fornleifafræðinnar á seinustu öld og síðferlishyggju víkkaði sjóndeildarhringur fornleifafræðinnar og áherslurnar breyttust. Fornleifafræði hins nýliðna nýtir aðferðir fornleifafræðinnar á efnismenningu nútímans og fjarlægir eitt úr jöfnunni, aldurinn. Opnar þetta marga nýja möguleika á rannsóknum. Nýtt verður fornleifafræði hins nýliðna til að rannsaka minni og efnisveruleika Rauðsokkahreyfingarinnar. Minni hreyfingarinnar er neikvætt, þrátt fyrir að hreyfingin hafi reynt að stuðla að jákvæðum breytingum í samfélaginu. Það er viðloðandi kvenréttindabaráttu að aukin réttindi kvenna hafi einhvern veginn neikvæð áhrif á réttindi karlmanna, og það er eiginlegt minni Rauðsokkahreyfingarinnar. Að hreyfingin hafi viljað hrifsa til sín völdin og koma karlmönnum í stöðu kvenmanna, í stað þess að lifa í hinu góða status quo. Orðræðan hefur mikil völd yfir myndun hugmynda einstaklinga og viðheldur því hugsunarhættinum neikvæða í nýjum kynslóðum. En er það aðeins orðræðan? Hver er birtingarmynd rauðsokkunnar? Mikilvægi fyrirmynda er augljós og eitt af markmiðum kvenréttindabaráttunnar hefur verið að útskýra hvernig fyrirmyndir veita innblástur og hvernig þær geta breytt miklu fyrir komandi kynslóðir.

Samþykkt: 
  • 6.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14823


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Efnismenning og rauðsokkur - Bjarney Inga.pdf2.94 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna