is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14826

Titill: 
  • Viðargreining á fornum kirkjuviðum frá 11. og 12. öld
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Skömmu eftir að kristni var lögtekin á Íslandi hófu menn að byggja kirkur til þess að iðka nýja trú. Ásamt kirkjusmíðum breyttust greftrunarsiðir og farið var að grafa flesta í líkkistum og sneru grafir í vestur-austur. Fornleifarannsóknir hafa sýnt fram á að fyrstu kirkjurnar voru stólpakirkjur úr timbri og hafa allnokkrar verið rannsakaðar. Rannsókn þessi byggist á viðargreiningum sem gerðar voru á timburleifum úr líkkistum og kirkjum á fimm stöðum; Hrísbrú í Mosfellsdal, Seylu í Langholti, Keldudal í Hegranesi og Þórarinsstöðum í Seyðisfirði. Staðirnir eiga það allir sameiginlegt að kirkjur voru þar reistar á 11. og 12. öld. Viðargreining byggist á því að skoða líffræðileg einkenni viðarsýna og þar með greina úr hvaða ættkvísl eða tegund timbrið er. Út frá þeim upplýsingum er hægt að áætla hvaðan kirkjueigendur öfluðu viða. Hvort viðurinn hafi verið innfluttur, líkt og fram kemur í miðaldarheimildum, eða hvort hægt var að afla viða hérlendis.

Samþykkt: 
  • 6.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14826


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA_final_LG.pdf3.22 MBOpinnPDFSkoða/Opna