is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14836

Titill: 
  • Hugtakið fjártjón samkvæmt 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Mikil vitundarvakning hefur átt sér stað hér á landi hvað varðar fjármunabrot, en eftir hrun íslenska bankakerfisins árið 2008 kom ýmis konar refsiverð háttsemi upp á yfirborðið sem tengist þessum brotaflokki að einhverju leyti. Eðli þeirra brota sem falla undir framangreindan flokk afbrota er á margan hátt sérstakt. Sérstaða þeirra þykir vera það mikil að ástæða þótti til að stofna um þau sérstakt embætti, embætti sérstaks saksóknara enda rannsókn og saksókn brotanna með sérstöku sniði.
    Fjársvik teljast til auðgunarbrota og eru þar af leiðandi tjónsbrot í eðli sínu. Nánar tiltekið eru fjársvik tvíhliða tjónsbrot með venjulegt fullframningarstig. Miðast fullframningarstig þeirra líkt og annarra tjónsbrota því við það að tilteknar afleiðingar leiði af háttsemi þeirri sem tilgreind er í ákvæðinu. Hefur hugtakið tjónsbrot þó í einstaka tilvikum verið rýmkað, á þann hátt að ekki er gerð krafa um að efnisleg skerðing hafi leitt af verknaði, heldur nægir að sýna fram á að verknaður hafi haft í för með sér verulega fjártjónshættu. Hefur sú regla verið nefnd tilslökunarreglan.
    Efni ritgerðarinnar lýtur að meginstefnu að þeim verknaðarþætti fjársvika sem felst í fjártjóni því sem þarf að vera afleiðing af háttsemi svo um fullframið fjársvikabrot geti verið að ræða.

Samþykkt: 
  • 6.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14836


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bára Dís.pdf642.04 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna