is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1484

Titill: 
  • Kostir og ókostir móttökudeilda í grunnskólum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessa verks er að kanna kosti og ókosti móttökudeilda fyrir innflytjendur í grunnskólum landsins.
    Rannsóknin var eigindleg. Við tókum viðtöl við einstaklinga, fórum í heimsóknir og sendum spurningalista með tölvupósti.Val okkar á þátttakendum var markmiðsúrtak sem byggðist á reynslu viðmælenda okkar og þekkingu þeirra á fjölmenningu. Þátttakendur voru kennarar, deildarstjórar og skólastjórar fjögurra skóla, foreldrar barna sem hafa verið í móttökudeild, foreldrar barna sem kusu að setja börn sín ekki í móttökudeild og Hulda Karen Daníelsdóttir kennsluráðgjafi hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur. Upplýsingaöflunin fór að mestu fram á tímabilinu 15. janúar til 25. febrúar 2008. Aðferðin sem var notuð, var viðtöl við þátttakendur og heimildaleit með beinni gagnaöflun. Gögnin voru greind niður eftir þema. Einnig var stuðst við skriflegar heimildir.
    Kostir móttökudeilda að okkar mati eru m.a að í móttökudeildum hefur mikil reynsla og þekking safnast fyrir. Hugmyndafræðin og kennsluaðferðirnar sem eru notaðar í móttökudeildum hafa sýnt árangur bæði hérlendis og út í heimi. Ókostirnir eru m.a. þessi mikla hætta á aðgreiningu nemenda.
    Niðurstöður okkar eru þær að sú þekking og reynsla sem safnast hefur saman í móttökudeildum sé gífurlega mikilvæg fyrir fjölmenningarlega kennslu. Hins vegar er mjög misjafnt hversu vel starfið er á veg komið í hverju skóla. Okkar niðurstaða er sú að mikilvægast sé að innflytjendur fari í þá skóla sem þekking, reynsla og viljinn til að gera vel er til staðar og einhver úrræði eru fyrir innflytjendur óháð því hvort að skólinn hafi móttökudeild eða ekki. Grunnskólinn í Grindavík er gott dæmi um slíkt. Vekja þarf meiri áhuga á þessu málefni innan skólanna og þjálfa kennara og starfsfólk. Næg fræðsla er í boði, ef áhuginn er fyrir hendi, en bæta má fjölmenningu inn í grunnnám kennara.
    Lykilorð: móttökudeildir, innflytjendur, kostir, ókostir, grunnskólar

Athugasemdir: 
  • Grunnskólabraut
Samþykkt: 
  • 24.6.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1484


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaverkefni skil.pdf756.47 kBOpinnkostir og ókostir móttökudeilda í grunnskólumPDFSkoða/Opna