is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14856

Titill: 
  • Virðing fyrir raunveruleikanum.Um raunsæi í kvikmyndum og heimshugtakið
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Margir fræðimenn hafa velt fyrir sér spurningunni um eðli kvikmyndalistarinnar og hvert listgildi kvikmynda sé almennt. Kvikmyndatæknin, sem spratt meðal annars upp frá ljósmyndun og myndvörpun, og kvikmyndafyrirbærið sjálft var fundið upp í kringum aldamótin 1900 og er þannig séð mjög ungt. En á þessum rúmlega 100 árum hefur mikið verið deilt um hvaða mælikvarði sé bestur hvað varðar fagurfræðilegt listgildi kvikmyndar ásamt deilum um hvort telja megi tæknina list eða ekki. Þeir sem deildu um fagurfræðilegt listgildi hennar skiptust í tvær fylkingar. Önnur hét hefðbundna kenningin (e. The Orthodox Theory) sem lagði til að munur frá raunveruleikanum væri það sem miða ætti að með þeim rökum að afritun raunveruleikans í anda ljósmyndarinnar væri ekki næg til að teljast list. Þeir sem aðhylltust þá kenningu voru meðal annarra rússnesku myndblöndunarmeistararnir Sergei Eisenstein og Vsevelod Pudovkin í kringum árin 1930 en þeir sögðu skot, myndblöndun og samröðun ólíkra myndskota sem saman bjuggu til nýja merkingu vera kjarna kvikmyndalistarinnar. Hin kenningin var sú að fagurfræðilegt listgildi kvikmynda lægi í virðingu fyrir raunveruleikanum í sinni hreinu mynd. Raunsæismenn á árunum skömmu eftir seinni heimsstyrjöldina, eins og þeir André Bazin og Sigfried Kracauer, voru meðal þeirra sem fylgdu henni og sögðu virðingu fyrir raunveruleikanum vera það sem kvikmynd ætti framar öllu að miða að.
    Rauði þráðurinn í þessari rannsóknarritgerð er spurningin hvort að raunsæi standi undir nafni. Í henni er fjallað um hvað hinir ýmsu fræðimenn hafa sagt um raunsæi, myndblöndun, eðli kvikmyndalistarinnar, sálfræðilegan, verufræðilegan og fagurfræðilegan þátt kvikmynda og fleiri heimspekilega þætti sem við koma kvikmyndum. Sem dæmi má nefna samband áhorfanda við kvikmyndir, trúverðugleika þess kvikmyndaheims sem kvikmynd boðar, hvers vegna kvikmynd virkar, hvers þarf að gæta þegar virðing fyrir raunveruleikanum er sett sem fagurfræðilegt viðmið kvikmynda og margt fleira. Niðurstaða ritgerðarinnar er sú að raunsæi innan kvikmynda er mögulegt innan ákveðinna marka.

Samþykkt: 
  • 7.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14856


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
forsíða BA.pdf30.07 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
LOKASKJAL BA ANDREA.pdf813.2 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
titilsíða BA.pdf6.38 kBOpinnTitilsíðaPDFSkoða/Opna