is Íslenska en English

Skýrsla

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14859

Titill: 
  • Smástundarsafnið. Nýtt safnaform á Íslandi
Útgáfa: 
  • Júní 2013
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er gerð grein fyrir nýju safnaformi sem til hefur orðið víða um heim á síðustu árum, pop-up museum eða smástundarsafni. Árið 2012 var sett á laggirnar slíkt safn á Íslandi, Smástundarsafnið, sem byggir á mörgum þeirra hugmynda sem settar hafa verið fram innan nýju safnafræðinnar um til dæmis þátttöku safngesta, framsetningu í safnastarfi, nýjar leiðir til að velja, skoða og segja frá gripum og sem eru allt tilraunir til að brjóta upp hefðbundið safnastarf og komast handan þess í ljósi nýrra aðferða og markmiða með starfinu.
    Ritgerðin skiptist í fjóra hluta, þar sem fjallað er um (1) smástundarsöfn í sögulegu og stofnanalegu samhengi, (2) ólíkar gerðir smástundarsafna og nýjar leiðir í safnastarfi, (3) starfsemi Smástundarsafnsins hér á landi og (4) greiningu og mat á þeim viðburðum sem safnið hefur staðið fyrir. Þannig er gerð tilraun til að greina Smástundarsafnið í sögulegu, stofnanalegu og hugmyndafræðilegu samhengi og sýna hvernig starfsemi þess fer fram og hvernig til hafi tekist með slíkt safn í íslenskum veruleika.
    Það hefur sýnt sig að þetta nýja safnaform hefur opnað margskonar möguleika fyrir fólk til að taka þátt á eigin forsendum og hvernig til verður algjörlega ný gerð safna með eftirmynd gripa og frásögnum frá fólkinu sjálfu. Einnig hefur safnaheimurinn tekið Smástundarsafninu fagnandi og safnið virðist ná að endurskapa svið til dæmis þjóðháttasöfnunar og munnlegrar sögu með nýjum, lýðræðislegum og opnum hætti.

Athugasemdir: 
  • Með skýrslunni fylgja fjórar rafbækur. Ein fyrir hvern viðburð. Þær innihalda safnkost safnsins sem samanstendur af ritaðri frásögn og ljósmyndum.
Samþykkt: 
  • 7.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14859


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Frí! Háskólatorg 18. maí 2012.pdf335.91 MBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
Hvað kemur þér í hátíðarskap? Norska húsið 13. desember 2012.pdf112.67 MBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
Hverju safnar þú? Safnanótt 8. febrúar 2013.pdf307.08 MBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
Skemmtun? Edinborgarhúsinu 16. mars 2013.pdf398.85 MBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
Smástundarsafnið nýtt safnaform á Íslandi.pdf6.86 MBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna