is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14864

Titill: 
  • Sálrænar skýringar afbrota. Eru skýr tengsl milli geðsjúkdóma og alvarlegra afbrota?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Fjallað verður fræðilega um sjónarhorn afbrotafræðinnar, farið í helstu hugtök og kenningar. Efnið verður þrengt að sálrænum skýringum afbrota og ítarleg skil verða gerð á því sjónarhorni. Sérstaklega eru geðsjúkdómar teknir fyrir og alvarleg afbrot á borð við grófar líkamsárásir og manndráp. Skoðað verður hvort skýr tengsl séu á milli geðsjúkdóma og slíkra afbrota. Þar sem mikið er til af efni um geðsjúkdóma og afbrot var ákveðið að beina sjónum sérstaklega að einum sjúkdómi, geðklofa. Ástæðurnar fyrir því að sá sjúkdómur var tekinn fyrir eru vegna þeirra undarlegu einkenna sem hann hefur, ranghugmyndir og ofskynjanir. Einnig virðist sjúkdómurinn vera tengdur erfiðleikum og staðalímynd hans er neikvæð í samfélaginu. Farið er í gegnum eldri erlendar rannsóknir á þessu sviði, tengslin milli geðsjúkdóma og alvarlegra afbrota skoðuð. Einnig verður farið yfir þær íslensku lagagreinar sem taka á afbrotamálum þar sem geðsjúkir koma við sögu og tekin dæmi úr dómsmálum sem þar eiga við. Farið verður yfir fimmtán manndrápsmál milli áranna 2000-2012, þau dregin saman og skoðuð verður útkoma geðmats sem ákærðu gengust undir. Sérstaklega verður rætt um þau mál þar sem þeir ákærðu voru dæmdir sakhæfir en áttu augljóslega við geðræn vandamál að stríða. Niðurstaðan var sú að 53,3% manndrápsmálanna dæmdu ákærða sakhæfan sem hafði að auki einhver geðræn vandamál. Aðeins einn ákærða var dæmdur ósakhæfur, 6,7%, og 40% voru sakhæfir með enginn geðræn vandamál.

Samþykkt: 
  • 7.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14864


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKARITGERÐ BA (2) PRENTUN Final PDF 2.pdf495.8 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna