is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14865

Titill: 
  • Meginreglan um takmarkaða ábyrgð hluthafa, brottfall ábyrgðartakmörkunar og skuggastjórnun
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar eru þrenns konar sem öll tengjast þar sem viðfangsefni þeirra eru ábyrgð hluthafa í hlutafélagi. Fyrst er gerð grein fyrir lögfestri meginreglu hlutafélagalöggjafarinnar um takmarkaða ábyrgð hluthafa á skuldbindingum félags. Reglan leiðir til þess að hluthafi ber ekki ábyrgð á skuldbindingum sem félagið stofnar til í eigin nafni, nema hluthafinn hafi sérstaklega gengist í ábyrgð fyrir hönd þess. Fjallað er um það á hvaða röksemdum reglan er grundvölluð og hvað mæli með og gegn tilvist slíkrar reglu. Einnig er skoðað hvernig mögulegt er að nýta ábyrgðarregluna gagnstætt því sem löggjafinn hefur ætlast til. Í framhaldi af þeirri umfjöllun er fjallað um möguleikann á því að fella ábyrgðartakmörkunina brott sem leiðir til þess að hluthafi er gerður persónulega ábyrgur fyrir skuldbindingum félags. Ekkert ákvæði er í núgildandi lögum um hlutafélög sem kveður á um slíkt brottfall. Gerð er athugun á dómasafni Hæstaréttar og kannað hvaða forsendur þurfa að vera til staðar svo að dómstólar telji sér fært að fella ábyrgðartakmörkunina brott. Við þá athugun er jafnframt athugað hvaða forsendur erlendir dómstólar hafa talið að þurfi að vera til staðar svo að til greina komi að beita brottfalli ábyrgðartakmörkunar. Er í því sambandi horft til dómaframkvæmdar í breskum félagarétti. Síðasta viðfangsefnið er umfjöllun um skuggastjórnun. Ekki er fjallað um skuggastjórnendur í löggjöf um hlutafélög og hefur umræða um þess konar stjórnendur ekki verið umfangsmikil í íslenskum félagarétti. Skuggastjórnendur geta verið jafnt hluthafar sem utanaðkomandi aðilar sem hafa áhrif á starfsemi félags og ákvarðanatöku án þess að hafa heimild til þess. Að því leitinu er umfjöllunarefnið frábrugðið hinum tveimur, þar sem fjallað var um ábyrgð hluthafans. Í umfjölluninni er kannað hvort að slíkir stjórnendur geti borið ábyrgð samkvæmt íslenskum lögum og á hvaða grundvelli slík ábyrgð er grundvölluð. Þar sem að einstök nágrannaríki okkar hafa sett ákvæði um skuggastjórnendur í hlutafélagalöggjöf sína er kannað, hvaða skilyrði hafa verið sett af dómstólum svo að um skuggastjórnun geti verið að ræða. Að endingu er fjallað um nokkur álitaefni sem vaknað hafa upp við könnun á skuggastjórnanda.

Samþykkt: 
  • 7.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14865


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Björgvin Rafn Sigurðarss_on.pdf987.9 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna