is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Rafræn tímarit > Stjórnmál og stjórnsýsla >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14879

Titill: 
  • Skipulag íslenskra fyrirtækja 2004-2007
  • Titill er á ensku Organizational structure in Icelandic companies 2004-2007
Útgáfa: 
  • Desember 2012
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni greinarinnar er að fjalla um þróun á skipulagi, ferlum og umfangi í starfsemi 200 stærstu íslensku fyrirtækjanna á árunum 2004 til 2007. Gerð var rannsókn að erlendri fyrirmynd í rannsóknarverkefninu Innform á Íslandi. Markmiðið var að kanna hvort ný skipulagsform væru að ryðja sér til rúms eða hvort ný form væru að þróast samhliða eldri formum. Spurningalisti var sendur í pósti til 192 fyrirtækja og svör bárust frá 62 fyrirtækjum (32.3% svörun). Helstu niðurstöður eru þær að stærstu fyrirtækin leggja einna mest áherslu á afurðatengt stjórnskipulag og leggja jafnframt aukna áherslu á viðskiptavininn í skipulagi sínu. Stór hluti fyrirtækjanna (um 70%) styðst hins vegar líka eða eingöngu við starfaskipulag. Þessar niðurstöður benda til þess að skipulag stórra íslenskra fyrirtækja sé um margt sambærilegt við þær erlendu rannsóknir sem miðað var við. Íslensku niðurstöðurnar benda líka til þess að skipulag íslensku fyrirtækjanna sé að þróast á þessu tímabili. Verkefnaskipulag er að ryðja sér til rúms og vísbendingar eru um að skipulag sem grundvallast á eignarhaldsfélögum hafi aukist talsvert á tímanum sem rannsóknin nær til. Áherslan á mannauðsstjórnun mælist með mestu áherslubreytinguna yfir tímabilið af þeim þáttum sem mældir voru. Breytingar á umfangi, úthýsingu og samstarfi milli fyrirtækja mælast frekar litlar yfir tímabilið og breytingarnar ganga skemur hér á landi en virðist hafa verið tilfellið í Evrópu áratugi fyrr. Rannsóknir sem byggja á sama mælitæki og jafnframt á raundæmum eru fyrirhugaðar til að kanna nánar þróun á skipulagi íslenskra fyrirtækja yfir tímabilið 2008-2013.
    Efnisorð: Skipulag, ferlar, umfang, samvirkni, tvenndir.

  • Útdráttur er á ensku

    The subject of this article is to discuss the development of organizational structures, processes and the scope of activities among the 200 biggest companies in Iceland in the period of 2004-2007, based on a survey conducted in 2007. The survey was posted in standard mail. The questionnaire was translated from an international research on innovating forms of organizing (Innform). The main goal was to investigate whether new forms of organizing had been adopted extensively by big Icelandic companies or were developing alongside use of traditional organizational forms. The questionnaire was sent to 192 companies and 62 were received (32.3% answer ratio). The main results of the survey are as follows: The biggest companies seem to put the main emphasis on the multi-divisional form (the M-form) based on products and services as well as with a focus on the customer. Well over half of the companies that responded (70%) uses also or mainly the functional form (the U-form). The main results are therefore that the structure of big Icelandic companies is in very many respects similar to the structural characteristics that was revealed in the Innform project, especially in the European countries studied. The results also confirm that the organizational structure in big Icelandic companies is developing during the period of the study. It is confirmed that project based structure is taking hold and there is a clear increase in the use of a holding structure. The biggest change during the period in any one area measured during the period is in human resource management. Change in scope, outsourcing and use of strategic alliances are modest and are measured less than was the case in the Innform study at the time it was conducted in Europe a decade earlier than the study in Iceland. Further research based on the same questionnaire and also on case studies are now planned to make it possible to compare the present results with data on the development of organizational structure of Icelandic companies 2008-2013.
    Keywords: Structure, processes, scope, complementarities, dualities.

Birtist í: 
  • Stjórnmál og stjórnsýsla, 2012, 8 (2), bls. 515-542
ISSN: 
  • 1670-6803
Athugasemdir: 
  • Fræðigrein
Samþykkt: 
  • 7.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14879


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
a.2012.8.2.16.pdf641.74 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna