is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14887

Titill: 
  • Íslensk stjórnskipun og stjórnsýsla 1904-2011: Greining á útgáfuþróun rita um efnið
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á þróun útgefins efnis um íslenska stjórnskipun og stjórnsýslu á tímabilinu 1904-2011.
    Hér er um að ræða rannsóknarritgerð sem byggist á því að skrá, lýsa og greina útgefið efni á þessu tímabili á grundvelli rafræns gagnagrunns sem höfundur vann í þessum tilgangi og er hann jafnframt drjúgur hluti ritgerðarinnar. Þar er að finna bókfræðilegar upplýsingar um 1512 rit sem valin voru á grundvelli skilgreininga, sem lýst er í ritgerðinni, úr um einni milljón bókfræðifærslna sem vísa til rita sem aðgengileg eru í íslenskum bókasöfnum.
    Útgefnu ritin sem rafræni gagnagrunnurinn hýsir eru flokkuð út frá gefnum forsendum, það er í efnisflokkana: stjórnskipun, landsstjórn, sveitarstjórn og stjórnsýslusögu. Þá eru þau einnig flokkuð eftir tegundum ritverka, þær eru: fræðirit, kynningarrit, skýrslur, uppflettirit, ráðstefnurit og afmælisrit. Ásamt flokkun eftir Dewey flokkunarkerfinu (bókasafnsflokkun) og eftir útgáfuformi svo einhver dæmi séu nefnd.
    Rannsóknin leiðir ótvírætt í ljós að aukin útgáfa á þessu sviði fylgir auknum umsvifum ríkisvaldsins og annarra opinberra aðila. Einnig stafar aukin útgáfa á síðustu áratugum af aukinni kennslu og rannsóknum á þessu sviði.

Athugasemdir: 
  • Geisladiskur fylgir prentuðu eintaki sem er varðveitt í Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni
Samþykkt: 
  • 7.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14887


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þórunn S. Hreinsdóttir_MPA.pdf1.99 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna