is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14893

Titill: 
  • Þróunarstarf í þágu barna: Hvernig íslenskt þróunarstarf snýr að börnum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um íslenskt þróunarstarf á alþjóðavettvangi og hvaða hlutverk börn hafa innan þeirrar starfsemi. Þróunarstarf Íslendinga verður skoðað í sögulegu samhengi og kannað hvort það er í samræmi við þróunarkenningar og alþjóðamarkmið. Starf sex frjálsra félagasamtaka á Íslandi voru til umfjöllunar í ritgerðinni en það eru einna helst þau sem leggja áherslu á að aðstoða börn og virkja þau til þátttöku í samfélögum. Varpað verður ljósi á helstu kenningar um börn og barnæsku og þær breytingar sem orðið hafa á þeirri umfjöllun. Börn hafa gegnt ákveðinni jaðarstöðu í samfélögum, lítið hefur verið hlustað á raddir þeirra og ekki tekið tillit til skoðana þeirra og viðhorfa. Nú orðið, í ljósi réttinda ákvæða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, hefur breyting orðið þar á og er nú lögð áhersla á að börn séu virkir þátttakendur í ákvarðanatökum er varðar líf þeirra sjálfra. Helstu niðurstöður mínar eru þær að íslenskt þróunarstarf, þó lítið sé að vöxtum miðað við önnur lönd, sé komið í ágætan farveg og að nokkuð metnaðarfullt starf sé í gangi. Innan frjálsu félagasamtakanna er öflugt starf sem fyrst og fremst er unnið í þágu barna, þar sem mannúðarsjónarmið og almenn mannréttindi eru höfð að leiðarljósi.

Samþykkt: 
  • 7.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14893


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_Þróunarstarf í þágu barna_Brynja Dröfn Þórarinsdóttir.pdf326.43 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna