is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14896

Titill: 
  • Titill er á spænsku Mercancía humana. La situación de trata de personas en Argentina. Los obstáculos en el camino a una mayor conciencia social
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Efni þessa lokaverkefnis, sem unnið er til fullnustu BA gráðu í spænsku við Háskóla Íslands, er ætlað að beina sjónum að mansali. Mansal telst til skipulagðra, alþjóðlegra glæpastarfsemi en í ransókninni sem hér um ræðir eru birtingamyndir hennar í argentínsku samfélagi skoðaðar sérstaklega. Velt er upp spurningu um hvaða hindranir liggi í vegi þess að auka samfélagsvitund um alvarleika málsins og hvernig efla megi baráttuna gegn starfseminni. Í fyrri hluta ritgerðarinnar eru settar fram skilgreiningar og útskýringar á mansali. Sérstaklega er notast við skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna og útskýrðar margvígslegar birtingamyndir mansals. Gerð er grein fyrir ríkjandi ranghugmyndum og þeim misskilningi sem oft ber við í umræðu um mansal. Sjónum er beint að þeim aðilum sem tengjast mansali; jafnt þolendum sem gerendum, sem og öðrum aðilum sem koma að glæpastarfseminni með óbeinum hætti. Þessar útskyringar eru settar fram með það að leiðarljósi að lesandi fái gleggri mynd af viðfangsefninu.
    Í síðari hluta ritgerðarinnar er ástandið í Argentínu sérstaklega skoðað. Þá er fjallað um sögu mansals í landinu og munin á þrælahaldi fortíðarinnar og mansali nútímans, en því hefur gjarnan verið líkt við þrælahald. Birtingamyndir þess í fjölmiðlum eru skoðaðar og þær aðgerðir sem almenningur hefur staðið fyrir í baráttu gegn glæpastarfseminni. Að lokum er síðan fjallað um tiltekið dómsmál sem mikið hefur verið í sviðsljósinu í argentínsku samfélagi síðustu ár. Um mál Súsönnu Trimarco, móður fórnalambs mansals, er að ræða, en hún hefur staðið fyrir ýmsum aðgerðum í baráttunni gegn mansali. Þær heimildir sem notaðar voru við gerð þessarar rannsóknar eru opinberar skýrslur, bæði alþjóðlegar sem og argentínskar, auk nýlegra fræði- og fjölmiðlagreina til frekari stuðnings. Helstu niðurstöður benda til þess að á síðustu árum hafi vitneskja og samfélagsvitund íbúa Argentínu vaknað og fleiri og fleiri horfist í augu við umfang og alvarleika vandans. Bent er á fjölmargar hindranir í báráttunni gegn mansali og komist að þeirri niðurstöðu að þær felist fyrst og fremst í fordómum og spillingu innan opinberra stofnanna og stjórnsýslu landsins.

Samþykkt: 
  • 7.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14896


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fjóla Dögg Hjaltdóttir.pdf968.44 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna