is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14897

Titill: 
  • „Ég er ekki ein”. Rannsókn á trúarlegum viðhorfum mæðra barna með þroskafrávik, með áherslu á trúna/bænina sem bjargráð
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið þessarar ritgerðar er að fá innsýn í trúarleg viðhorf mæðra barna með þroskafrávik, með áherslu á trúna/bænina sem bjargráð. Einnig var til athugunar stuðningsnet viðmælenda minna, guðsmynd sem og sjálfsmynd þeirra.
    Í þessari rannsókn var notast við eigindlega rannsóknaraðferð. Viðmælendur voru fengnir með því að hafa samband við ADHD samtökin, Guðnýju Hallgrímsdóttur, prest fatlaðra sem og með veltiúrtaki. Þátttakendur voru tíu talsins, allt mæður á aldrinum 30-60 ára. Viðtöl voru tekin við þær tvisvar sinnum á rannsóknartímabilinu, fyrir utan tvær mæður er höfðu ekki tök á því að koma í seinna viðtalið. Úrtakið var bundið við foreldra/forráðamenn er áttu börn á aldrinum 5-18 ára, sem greind væru með þroskafrávik. Viðtölin voru kóðuð til að afmá öll persónugreinanleg atriði í frásögn þeirra.
    Helstu niðurstöður eru þær að trúin og bænin eru virk bjargráð hjá meirihluta viðmælenda rannsóknarinnar. Svo virðist sem ákveðin tengsl við hið innra sjálf ýti undir virkni trúar sem bjargráðs. Trúin veitir mæðrunum m.a. styrk, stuðning, ró, jarðtengingu og handleiðslu í daglegu lífi.
    Flestar mæðurnar treysta Guði, þrátt fyrir að vera ekki alltaf sáttar við aðstæður og átök í lífi sínu. Traust þeirra til Guðs fullkomnast í því að þær treysta honum fyrir lífi sínu á þann hátt að hann hafi ávallt hagsmuni þeirra að leiðarljósi og sé með þeim.

Samþykkt: 
  • 7.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14897


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA-Ritgerðin-Lokaskil_samskipti.pdf4.91 MBLokaður til...01.01.2131HeildartextiPDF
Ingibjörg Hildur.pdf182.88 kBLokaðurYfirlýsingPDF