is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14905

Titill: 
  • „Menn eru óðum að vakna.“ Viðhorf gæðastjóra til ISO 9001 og skjalastjórnunar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í rannsókninni var leitast við að fá innsýn í viðhorf gæðastjóra til gæðastjórnunar og skjalastjórnunar. Rannsóknin byggist á eigindlegri rannsóknaraðferð þar sem tekin voru tíu hálfopin djúpviðtöl við einn verkefnisstjóra og níu gæðastjóra. Að auki voru fyrirliggjandi gögn úr ytra og innra umhverfi skoðuð. Markmið rannsóknarinnar var að öðlast innsýn í innleiðingu og viðhald vottunar á ISO 9001 gæðastjórnunarkerfi hjá íslenskum skipulagsheildum með tilliti til þess hvaða ávinning gæðastjórar teldu hafa hlotist af vottuninni og hvað hvatti skipulagsheildir til að öðlast og viðhalda henni. Kannað var hvaða tengsl gæðastjórar teldu vera á milli skjalastjórnunar og gæðastjórnunar og mat þeirra á hegðun og viðhorfi starfsfólks til ISO 9001 og skjalastjórnunar. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að það sem hvatti skipulagsheildir til að innleiða ISO 9001 var að uppfylla kröfur sem bæði innra og ytra umhverfi gerði til þeirra. Við innleiðinguna réðu flestar skipulagsheildir sér ráðgjafa til að uppfylla þörf fyrir þekkingu sem skorti. Stuðningur stjórnenda var góður og án þeirra hefði innleiðingin ekki tekist. Erfiðleikar í og eftir innleiðinguna beindust að starfsfólki, til að mynda skorti það þekkingu og fylgdi ekki samræmdu verklagi. Úttektir voru kjörin leið til að greina það sem betur hefði mátt fara ásamt því að vera hvatning til að viðhalda virku gæðastjórnunarkerfi. Ávinningur af ISO 9001 var með þrennum hætti: fyrir skipulagsheildina, starfsemina og starfsfólkið. Viðhorf gæðastjóra til ISO 9001 var jákvætt þar sem þeir töldu skjalastjórnun vera mikilvæga í gæðastjórnunarkerfum og öfugt.

  • Útdráttur er á ensku

    The objective of this research is to examine the quality manager’s view on quality and record management. The research is based on qualitative research methods. It is comprised of ten semi–structured, in–depth interviews with one project manager and nine quality managers. In addition, data from both the inner and outer environment of the organizations was used. The aim of the research is to gain insight into the implementation and maintenance of ISO 9001 quality management system within Icelandic organizations, specially the benefits quality managers believe are accrued by certification and what urges organizations to acquire and maintain it. The role quality managers consider record management serves in quality management systems and their evaluation of the behavior and attitude of the employee towards ISO 9001 and record keeping was also examined. The research findings show that what urged organizations to implement ISO 9001 was the need to fulfil demands from internal and external environments. In the beginning of the implementation most organizations hired an adviser to provide the knowledge that they lacked. The support from their management was extremely good and without it the implementation would have failed. Difficulties encountered during and after implementation concerned the employees. They had a lack of understanding and could not follow coordinated procedures. Audits were an ideal way to determine what should be improved and are an incentive to maintain an effective quality management system. The benefits of ISO 9001 are divided in three ways: for the organization, the operations and the employees. The quality managers’ view on ISO 9001 was positive, as they believed record management to be an important part in the quality management systems and vice versa.

Samþykkt: 
  • 7.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14905


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Menn eru óðum að vakna.pdf1.35 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna