is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Rafræn tímarit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14907

Titill: 
  • Hlutverkavitund og starfsumhverfi farsælla tónmenntakennara
Útgáfa: 
  • 2009
Útdráttur: 
  • Rannsóknin sem hér er til umfjöllunar var gerð veturinn 2005-2006. Hún beindist að tónmenntakennurum sem vegnar vel í starfi, líðan þeirra, viðhorfum til tónlistar og starfsumhverfi
    þeirra. Tekin voru viðtöl við níu starfandi tónmenntakennara á höfuðborgarsvæðinu og sérstök áhersla var lögð á þeirra eigin sýn á hlutverk sitt í grunnskólanum og hvernig þeir mótuðust í starfi.Við greiningu var m.a. stuðst við líkan sem Christer Bouij, prófessor við háskólann í Örebro, setti fram eftir viðamikla rannsókn á hlutverkavitund nýútskrifaðra tónlistarkennara í Svíþjóð. Rannsóknin leiðir í ljós að viðmælendum hefur tekist að tvinna saman hlutverk sitt sem tónlistarmanns og grunnskólakennara með sterka fagvitund og metnað í starfi. Þeir telja stuðning skólastjóra og samverkafólks ásamt góðri starfsaðstöðu hafa grundvallaráhrif á vellíðan og starfsúthald. Þeir setja fram skýra sýn og kröfur um aðbúnað og tilhögun tónmenntakennslu sinnar en ákveðnar mótsagnir koma hins vegar fram í afstöðu þeirra til námskrárinnar. Þó að þátttakendur í þessari rannsókn fari ólíkar leiðir til að ná markmiðum aðalnámskrár er afstaða þeirra til kennslu og hlutverks síns sem tónmenntakennara í grundvallaratriðum sú sama; að tónmennt í grunnskóla eigi að vera vettvangur þar sem nemendur eru virkir þátttakendur og læri með eigin tónlistariðkun en ekki einungis um tónlist. Ein meginniðurstaða þessarar rannsóknar er að góð fagþekking, bæði
    sem kennara og tónlistarmanns, er forsenda þess að tónmenntakennarar geti mótað sér skýra vitund um hlutverk sitt í skólasamfélaginu.

Birtist í: 
  • Tímarit um menntarannsóknir 2009; 6 : s. 67-83
ISSN: 
  • 1670-5548
Samþykkt: 
  • 8.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14907


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
5_kristinvals1.pdf357.25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna