is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14910

Titill: 
  • „Ég vildi ekki fá mér svona aftur af því það var einhver kall að like-a myndirnar mínar.“ Ungt fólk og Internetið
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Unga kynslóðin sem er að vaxa úr grasi í dag er oft kölluð tæknikynslóðin og töluvert hefur verið fjallað um unglinga og áhrifavalda í lífi þeirra síðustu árin. Markmið rannsóknarinnar var að fá að heyra rödd unga fólksins og hvaða merkingu það leggur í Internetið og tæknina í dag, hvað þeim finnst og hvernig þau skilgreina og skilja þessa hluti í sínu lífi. Tekin voru viðtöl við 8 einstaklinga á aldrinum 14-16 ára (í 8.-10. bekk) og þau spurð spurninga um Internetnotkun sína. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna meðal annars að ungt fólk í dag virðist vera mjög virkt á samskiptasíðum á borð við Facebook, Formspring og núna nýlega á talkd. Einnig er ungt fólk töluvert í tölvuleikjum og þar má sjá mun á því milli kynja hvaða leiki þau spila. Einelti þrífst á Internetinu eins og annars staðar í samfélaginu og viðmælendur mínir höfðu margir hverjir áhyggjur af því. Internetið færir ungu fólki alls kyns gagnlegar og uppbyggjandi upplýsingar á nokkrum sekúndum en á sama tíma getur það einnig fært þeim hættulegar og neikvæðar upplýsingar. Hagnýtt gildi þessarar rannsóknar felur fyrst og fremst í sér aukinn skilning á notkun ungs fólks á Internetinu í dag. Þessi ritgerð tekur á mörgum hliðum Internetsins og gefur því breiða sýn á viðfangsefnið.

Samþykkt: 
  • 8.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14910


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA-ritgerðII.pdf1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna