is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14922

Titill: 
  • Vafrað í heimi listarinnar: Mat á vefsíðum þriggja listasafna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Upplýsingaþjónusta sem stofnanir og fyrirtæki veita í gegnum vefsíður sínar er mikilvægur þáttur í rekstri þeirra. Ritgerðin er til BA-gráðu í bókasafns- og upplýsingafræði. Fjallað er um upplýsingaþjónustu, hvað það þýðir að viðhalda góðri upplýsingaþjónustu hjá stofnunum og fyrirtækjum. Sögu og tilurð listasafnanna og gerð matskvarðans eru einnig gerð skil. Búinn var til matskvarði til að meta vefsíður listasafna. Vefsíður Listasafns Íslands, Listasafns Reykjavíkur og Sjónlistamiðstöðvarinnar voru valdar fyrir matið. Ritgerðin fjallar um mat á hverri vefsíðu fyrir sig og samanburð á vefsíðunum þremur. Helstu niðurstöður matsins voru þær að öll listasöfnin þurfa að taka sig á, gera breytingar á vefsíðum sínum og huga meira að þörfum notendanna við hönnun þeirra. Listasafn Íslands og Listasafn Reykjavíkur standa nokkuð jöfnum fótum hvað varðar vefsíður þeirra en Sjónlistamiðstöðin er langt frá því að flokkast undir að vera með notendavæna vefsíðu.

Samþykkt: 
  • 8.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14922


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerd_Sigurbjorg_Eyrun.pdf213.08 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna