is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14924

Titill: 
  • Slæðunotkun íslamskra kvenna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er leitast við að svara hvort að slæðunotkun íslamskra kvenna er val þeirra og hverjar tilfinningar þeirra eru til slæðunar. Fjallað er um slæðunotkunina út frá tveimur kenningum, fyrst er það íslamskur femínismi, sem er bygður upp út frá íslamskri trú. Seinni kenningin er eftir Edward Said og er um oríentalisma, en oríentalismi fjallar um aðgreininguna sem er á milli austursins og vestursins og valdamisvægið sem hefur þróast þar á milli. Farið er yfir sögu slæðunnar og afhverju múslimskar konur bera slæðu. Síðan er slæðan skoðuð og skilgreind eftir útliti. Síðan fjalla ég um dæmi frá Kamerún, Íslandi, Second Life, Afganistan og Íran. Í lokin er farið yfir hvernig tilfinningar íslamskra kvenna er til slæðunnar útfrá áðurnefndum dæmum. Niðurstaða mín er sú að konurnar í dæmunum velja sér það að vera með slæðu vegna menningu sinnar, uppeldi, trúarinnar og samfélagsins. Þannig er valið bundið ákveðnum skilyrðum og oft á tíðum erfitt að skilgreina hvað val er í raunninni. Rödd íslamskra kvenna kom ekki nógu vel fram í þessum dæmum, þar sem vestænir rannsakendur gefa röddum þeirra ekki alltaf nógu mikil skil. Frekar rannsóknir ættu aðtaka ýtarleg viðtöl við íslamskar konur, bæði þær sem ganga ekki með slæðu og þær sem ganga með slæðu til að komast nær sannleikanum í þessu máli.

Samþykkt: 
  • 8.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14924


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Valey Jökulsdóttir - BA ritgerð.pdf804.15 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna