is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14932

Titill: 
  • „Ég fór inn um einar dyr og allt í einu stóðu 100 dyr opnar.“ Reynsla nemenda af Háskólabrú.
  • Titill er á ensku "I went through one door and suddenly 100 doors stood open." The experience of students from Háskólabrú
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að fá innsýn í reynslu nemenda sem lokið höfðu námi af Háskólabrú og byggir á viðtölum við sjö einstaklinga, fyrrum nemendur Háskólabrúar sem stunduðu þar staðnám. Helstu niðurstöður benda til að þátttakendur sem voru allir fyrrum brotthvarfsnemar, höfðu slæma reynslu af formlega skólakerfinu sem hamlaði þeim að hefja nám á fullorðinsaldri. Aðrar hindranir voru meðal annars lágt sjálfsmat og skortur á trú á eigin getu. Einnig kom skýrt fram mikilvægi þess að nám sé lagað að þörfum fullorðinna, tekið sé tillit til reynslu þeirra og tilraun gerð til að skapa samkennd meðal nemenda í hópnum. Ávinningur námsins var að mörgu leyti persónulegur, með til dæmis auknu sjálfstrausti og aukinni trú á eigin hæfni og útskriftarskírteinið reyndist þeim stökkpallur í áframhaldandi nám. Þeir viðmælendur sem höfðu farið alla leið í óformlega skólakerfinu og hófu til að byrja með nám í Menntastoðum voru áberandi vel undirbúnir fyrir námið á Háskólabrú og er það helsta nýmælið í þessari rannsókn. Þeir einstaklingar efldust til muna, lærðu að læra og voru vel undirbúin fyrir fyrstu önnina á Háskólabrú. Vonast er til að niðurstöður þessarar rannsóknar nýtist við áframhaldandi þróun námsins á Háskólabrú og verði jafnfram gagnlegar í umræður um fullorðna námsmenn.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this research, which builds on interviews with seven individuals who all are former students of Háskólabrú, was to gain insight of the experience of reinitiating education as adults. The main findings of the research indicate that the participants, who share a common indicator of being dropouts, had negative experience of the formal educational system that restrained them in some way from reinitiating their education as adults. Other restrains such as low self esteem and lack of self-efficacy were also barriers that had to be overcome. It also became clear that adapting education to the needs of adults, considering former experiences, and attempting to formulate empathy among the students play an important role in creating conditions for education for adults. The benefits of the education are varied and in many ways personal where increased confidences both in yourself and in your ability are visible benefits among the participants. As does the diploma grant them access to further education.

Samþykkt: 
  • 8.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14932


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA_ritgerd_bjork_8_5_bjork.pdf1.14 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna