is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14934

Titill: 
  • Fyrsta skólastigið. Saga leikskólans frá 1994-2013
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um sögu leikskólans og þróun hans síðustu tuttugu ár. Í upphafi er farið yfir forsögu leikskólans á Íslandi, en meginviðfangsefnið er þróun á hlutverki leikskólans í íslensku samfélagi og viðhorfsbreytingar tengdar þessari þróun. Leikskólinn var lengi vel félagslegt úrræði í íslensku samfélagi og litið á hann sem einskonar geymslupláss fyrir börn vegna erfiðra aðstæðna. Lögð verður áhersla á tímabilið 1994-2013. Árið 1994 var leikskólinn með lögum gerður að fyrsta skólastiginu. Með breyttri löggjöf og regluverki þróaðist hlutverk leikskólanna og staða þeirra í íslensku samfélagi. Margvíslegar breytingar áttu sér stað á innra starfi leikskólanna samhliða breyttu hlutverki og kröfum samfélagsins. Sérstakar lagabreytingar eru kannaðar ásamt tilkomu aðalnámskráa og breytingar á þeim. Hlutverk leikskólans er skoðað í ljósi samfélagsbreytinga sem áttu sér stað á þessu tímabili. Kannað er viðhorf til leikskólastarfs og leikskólakennara og hvort orðið hafi breytingar á þessum viðhorfum.

Samþykkt: 
  • 8.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14934


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2. fyrsta skólastigið.pdf963.91 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
ritgerdir_forsida_1.pdf32.1 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna