is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14946

Titill: 
  • Algleymi unaðarins. Einkenni ástarsagna í Rauðu seríunni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um einkenni stuttra samtímaástarsagna sem Íslendingar fá að kynnast í Rauðu seríu Ásútgáfunnar. Sögurnar eru allar fengnar frá kanadísku útgáfunni Harlequin Enterprises og eru flokkaðar í undirflokkana Ást & afbrot, Ástarsögur, Sjúkrahússögur og Örlagasögur. Sögur þessara flokka eru allar byggðar upp á sama hátt og hafa einkenni sem eru lesendum kunnugleg. Einkennin felast í sérstakri orðræðu ástarsagna, klisjum og ákveðinni formúlu en ástarsögur eru hluti formúlubókmennta.
    Höfundur ritgerðarinnar hefur sett fram formúlu stuttra samtímaástarsagna sem notuð er við greiningu á einni bók úr hverjum undirflokki Rauðu seríunnar. Tuttugu og ein bók úr Rauðu seríunni er til athugunar á einkennum sagnanna. Sýnd eru dæmi úr þeim um orðræðu ástarsagna og algengar klisjur þeirra eru dregnar fram.
    Stuðst er við skrif Jayne Ann Krents og fleiri höfunda úr bókinni Dangerous Men and Adventurous Women: Romance Writers on the Appeal of the Romance, Pamela Regis í A Natural History of the Romance Novel, Sarah Wendell og Candy Tan í Beyond Heaving Bosoms: The Smart Bitches‘ Guide to Romance Novels ásamt fleiri.

Samþykkt: 
  • 8.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14946


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
1_Asta_Sirri_forsida.pdf29.3 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
2_Asta_Sirri_titilsida.pdf6.31 kBOpinnTitilsíðaPDFSkoða/Opna
3_AstaSirri_Agrip.pdf50.61 kBOpinnÁgripPDFSkoða/Opna
4_Asta_Sirri_Jonasdottir_BA_ritgerd.pdf350.31 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna