is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14952

Titill: 
  • Áhrif geðsjúkdóma foreldra á börn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi heimildaritgerð er lokaverkefni til BA prófs í félagsfræði við Háskóla Íslands. Markmið ritgerðarinnar er að skoða hvort það skipti máli hvort foreldri þjáist af geðsjúkdómi sem áhættuþáttur á að barn þrói með sér geðsjúkdóm á lífsleiðinni en áhugi minn á efninu kviknaði í starfi mínu með fólki með geðfötlun. Farið verður almennt í geðheilbrigði, fordóma og forvarnir en mest áhersla verður lögð á fjölskyldur og áhrif geðsjúkdóma á fjölskyldur, foreldra með geðsjúkdóma og börn þeirra.
    Viðfangsefnið verður aðallega skoðað út frá félagslegum þáttum en almennir áhættuþættir fyrir því að þróa með sér geðsjúkdóm liggja í líffræðilegum-, félagslegum- og umhverfisþáttum. Niðurstöður gefa til kynna að það hafi meiri áhrif á að barn þrói með sér geðsjúkdóm á lífsleiðinni ef móðir þjáist af geðsjúkdómi. Niðurstöður eru metnar út frá fyrri rannsóknum og út frá kenningu um tengslamyndun, en tengslamyndunarkenningin leggur mun meiri áherslu á tengslamyndun milli móður og barns en annarra umönnunaraðila.

Samþykkt: 
  • 8.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14952


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefnipdf.pdf311.13 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna