is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14960

Titill: 
  • Spor kvenna og karla: Loftslagsbreytingar og návígið við náttúruna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Loftslagsbreytingar undanfarinna áratuga hafa, að mati sérfræðinga, leitt til vaxandi og miður heillavænlegra breytinga víðast hvar í heiminum. Á Íslandi hefur gætt töluverðra áhrifa af loftslagsbreytingum þótt í minna mæli sé en víða annars staðar. Í þessu verkefni er könnuð afstaða fólks til þess hvort loftslagsbreytingar og áhrif þeirra komi á mismunandi hátt niður á kynjunum.
    Í ritgerðinni er fjallað almennt um loftslagsbreytingar í heiminum auk þess sem rakin eru ákvæði laga og alþjóðlegra samninga sem gerðir hafa verið á þessu sviði. Mannfræðileg umræða og kynjamálefni tengd loftslagsmálefnum eru kynnt til sögunnar og gerð er grein fyrir þeim kenningum sem stuðst er við í rannsókninni.
    Rannsóknin var framkvæmd með vettvangsathugun, viðtölum og spurningalistum og svörin síðan skoðuð innan ramma fræðilegrar umfjöllunar.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að flestir sem tóku þátt í rannsókninni hafa býsna sterkar skoðanir á loftslagsmálefnum en að skoðanir eru mismunandi eftir aldri og búsetu. Flestir voru þeirrar skoðunar að breytingarnar sem hefðu átt sér stað kæmu með mismunandi hætti niður á kynjunum. Svör þátttakenda bentu til þess að konur hefðu meiri áhyggjur af loftslagsbreytingum en karlar og að eldra fólk velti þessum málum fyrir sér af meiri alvöru en yngra fólk.
    Lykilorð: kvennamannfræði; vistfemínismi; loftslagsbreytingar; kynjasjónarmið; kynjaáhrif; vistkerfið.

  • Útdráttur er á ensku

    The climate change that has occurred over the past few decades has, according to experts, brought about increasing and undesirable changes in most parts of the world. Climate change has had a considerable impact in Iceland, albeit less noticeable than in many other regions. This study explores people´s attitudes towards the proposition that climate change has different effects on women and men.
    This thesis discusses climate change across the world in general and gives an account of the legislation passed and international agreements concluded in this field. Anthropological discourse and gender issues related to climate change are introduced and the theoretical basis of the study is explained.
    The study was conducted through fieldwork, interviews and the use of questionnaires and the responses were then examined within the framework of theoretical discussion.
    The results reveal that most of the subjects who participated in the study had some fairly strong opinions on climate issues although opinions varied according to age and geographic region. Most of the subjects believed that the changes that have occurred, affect women and men differently. Their responses suggest that women tend to be more concerned about climate change than men and that older people think more seriously about these issues than younger people.
    Key words: Feminist anthropology, ecofeminism, climate change, gender perspectives, gender impact, ecosystem.

Samþykkt: 
  • 8.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14960


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mastersritgerð_2013.pdf629.18 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna