is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14966

Titill: 
  • Heildstæð stefna fyrir stjórn safnkosts Bókasafns Vestmannaeyja
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er leitast við að koma stjórn safnkosts Bókasafns Vestmannaeyja í skriflega og hnitmiðaða stefnu. Farið er yfir hlutverk og stöðu Bókasafns Vestmannaeyja og stiklað er á stóru í 150 ára sögu þess. Sögu Vestmannaeyja og samfélagsins eru gerð skil og farið er yfir þau samfélagsverkefni sem Bókasafnið vinnur að, hvort sem er á eigin vegum eða í samstarfi við aðrar stofnanir bæjarins. Í aðfangastefnunni eru settar fram vinnureglur daglegra starfa á safninu auk reglna við val, innkaup og grisjun safnefnis. Þar er einnig farið yfir starfshætti við öflun aðfanga og móttöku gjafa. Gerð er grein fyrir sex söfnunarstigum WLN Conspectus módelsins og hvaða söfnunarstig eiga við um safnefni Bókasafns Vestmannaeyja. Safnkosturinn er greindur og farið er yfir hversu miklu fjármagni hefur verið veitt til safnsins undanfarin 3 ár. Að endingu eru talin upp þau vekefni sem helst eru fyrirliggjandi á safninu og leiðir til að takast á við þau.

Samþykkt: 
  • 8.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14966


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heildstæð stefna fyrir stjórn safnkosts Bókasafns Vestmannaeyja.pdf856.91 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna