is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14969

Titill: 
  • Hryllingsbörn. Ímynd illra barna í hrollvekjunni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að fjalla um ímynd illra barna innan hrollvekjunnar, en slíkar persónur hafa fylgt greininni til margra ára. Í hrollvekjunni er ekki óalgengt að þemu sem minna á barnæskuna á borð við trúða, brúður, spiladósir og barnalög séu notuð til þess að vekja óhugnað og ennþá algengara er að börnin sjálf séu illmenni myndanna. Samkvæmt grein Sigmund Freud um ókennileikann (e. the uncanny) eru slíkir hlutir sem fólk þekkir úr barnæskunni óhugnanlegir þegar þeir eru settir í ókunnugt samhengi. Brúða er t.d. ekki óhugnanleg ein og sér en ef hún hreyfir sig og er lifandi er hún óhugnanleg. Á sama hátt er barn ekki óhugnanlegt en ef það er sýnt fremja voðaverk sem það ætti ekki að vera fært um þá þykir það óhugnanlegt. Ókennileiki er eitthvað sem vekur upp ótta og óþægindatilfinningu og það gera ill börn í kvikmyndum. Kvikmyndaáhugamenn kannast vafalaust við hina andsetnu Regan úr The Exorcist (1973, William Friedkin), Damien, son djöfulsins, úr The Omen (1976, Richard Donner) eða tvíburastúlkurnar úr The Shining (1980, Stanley Kubrick) en þau eru aðeins lítið brot þeirra ógnvekjandi barna sem hrollvekjan hefur boðið uppá í gegnum tíðina.

Samþykkt: 
  • 8.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14969


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hryllingsbörn - BA ritgerð. Sonja Lind.pdf663.56 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna