is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14978

Titill: 
  • „Þau höfðu trú á mér...þá gat ég líka haft trú á mér.“ Afdrif og árangur fyrrum nemenda Námskrafts Námsflokka Reykjavíkur
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvernig þróunarverkefnið Námskraftur hefur nýst nemendum þegar til lengri tíma er litið, einu til tveimur árum eftir að þeir luku námi. Markmiðið var að kanna hvort og þá hvernig námið og inngrip náms- og starfsráðgjafar, hafi nýst nemendum. Einnig að kanna námsstöðu þeirra, hvort Námskraftur hafi hjálpað þeim að komast áfram í nám og auka trú þeirra á eigin getu, í ljósi þess að meginmarkmið Námskrafts er að styrkja nemendur til þess að nýta sér nám í framhaldsskólum og bera ábyrgð á eigin námi. Að auki var markmiðið að kanna námssögu og bakgrunn nemendanna.
    Niðurstöður rannsóknarinnar leiða í ljós mikla ánægju með Námskraft og að þróunarverkefnið nái settum markmiðum. Niðurstöður sýndu að allir þátttakendur þessarar rannsóknar stunda nám í framhaldsskóla einu til tveimur árum eftir að þeir luku Námksrafti. Jafnframt hefur trú þeirra á eigin getu og færni aukist, bæði í námi og lífi, sem bendir til þess að Námskraftur sé að sinna tilætluðu hlutverki sínu.
    Vonast er til að niðurstöður rannsóknarinnar nýtist stjórnendum Námsflokka Reykjavíkur í stefnumótandi vinnu í Námskrafti. Einnig að úrræði, sem hjálpa viðkvæmum nemendahópi að styrkjast, verði efld til muna þar sem hátt hlutfall hverfur brott úr framhaldsskólum á Íslandi.

Samþykkt: 
  • 8.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14978


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA-LOKA.pdf927.03 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna