is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1497

Titill: 
  • Fjölgreinanám : eigindleg rannsókn á fjölgreinanámi við Lækjarskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi byggist á eigindlegri rannsókn á fjölgreinanámi í Lækjarskóla í Hafnarfirði. Markmiðið með þessari rannsókn var að kynna okkur fjölgreinanám, út á hvað það gengur, hvaðan hugmyndin um fjölgreinanám kemur og hvort þetta fyrirkomulag í kennslu sé eitthvað sem vert er að taka upp í fleiri skólum.
    Viðtöl voru tekin við deildarstjóra fjölgreinanámsins og tvo nemendur sem eru eða hafa verið í fjölgreinanámi við skólann. Einn nemandinn stundar nám við deildina í 10 bekk og hinn nemandinn er útskrifaður úr fjölgreinanáminu. Auk viðtala var gagna aflað með lestri á fræðilegu efni og upplýsingar fengnar frá Lækjarskóla, bæði af heimasíðu og úr gagnagrunni skólans. Markmið með viðtölunum var að varpa ljósi á það hvernig kennurum og nemendum þykir þetta verkefni, fjölgreinanám, hafa tekist til.
    Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að huga þarf vel að skipulagi í skólum þegar einstaklingsmiðað nám er annars vegar. Þær sýna fram á það að skólar þurfa að geta boðið nemendum upp á fjölbreytt námsefni og fjölbreyttar námsleiðir á efri árum grunnskólans til þess að hægt sé að mæta þörfum hvers nemanda fyrir sig. Ef skortur er á úrræðum eykst hættan á því að nemendur flosni snemma upp úr námi og sjái ekki tilgang í því að mennta sig frekar í framtíðinni.

Athugasemdir: 
  • Grunnskólabraut
Samþykkt: 
  • 26.6.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1497


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heildarskjal.pdf291.38 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna