is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14989

Titill: 
  • „Þú ert góður hvítur maður!“ Fordómar og staðalímyndir í Tinnabókunum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að skoða fordóma og staðalímyndir er koma fyrir í bókaröðinni Ævintýri Tinna. Þó svo víða hafi verið byrjað að gefa Tinnabækurnar út á fyrri hluta 20. aldarinnar þá birtust þær lesendum fyrst á íslenskri tungu á áttunda áratugnum. Lengi vel þóttu þær hið ágætasta afþreyingarefni en á síðastliðnum áratug hafa þær raddir er úthúða bókunum vegna meintra fordóma orðið æ háværari.
    Við gerð rannsóknarinnar var notast við eigindlegar rannsóknaraðferðir og orðræða gagnvart ýmsum samfélagshópum var skoðuð. Í ljós kom að talsvert hallaði á konur, hörundsdökka, mennta-, lögreglu- og hermenn, en þar að auki voru heimshlutar, aðrir en Vestur-Evrópa almennt sýndir í neikvæðu ljósi.
    Hergé er ekki að endurspegla heiminn eins og hann er, eða var á tíma skrifanna, bækurnar eru hinsvegar skrifaðar í umhverfi þar sem vissar staðalímyndir voru við lýði. Með tímanum höfum við lært að margar þessara staðalímynda eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum; því er mikilvægt að Tinnabækurnar séu lesnar með það í huga.

Samþykkt: 
  • 8.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14989


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Agnar Leó Þórisson.pdf1.13 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna