is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15004

Titill: 
  • Baráttan við kerfið. Gagnrýni Alexander Kluge á kvikmyndaiðnaðinn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hér er skoðaður ferill þýska leikstjórans Alexander Kluge. Ritgerðin byrjar á að skoða hvernig framleiðsluskilyrði voru í kvikmyndaiðnaðinum í Vestur-Þýskalandi eftir seinni heimsstyrjöld og hvernig þessi skilyrði leiddu til þess að Oberhausen-stefnuskráin varð að veruleika árið 1962 sem leiddi til upphafs þýska nýbíósins. Alexander Kluge var aðaltalsmaður og forsprakki Oberhausen-hópsins og því tilvalið að skoða feril hans sem kvikmyndahöfundar og ræða hvernig gagnrýni hans á umhverfi kvikmyndaiðnaðarins í Vestur-Þýskalandi birtist í myndum hans. Framleiðsluskilyrði kvikmynda og menningariðnaður verða tekin sérstaklega fyrir og litið til þess hvaða viðhorf til þessara þátta birtist í myndum Kluge. Útfærslan er oft táknræn, þar sem svið á borð við sirkus eða öryggisvörslu stórfyrirtækis eru látin spegla þann raunveruleika sem þýskir leikstjórar bjuggu við. Þetta er ritgerð sem leitast við að sýna valdar myndir eftir Kluge í ævisögulegu ljósi og sýna um leið hvernig hann gagnrýnir kvikmyndaiðnaðinn.

Samþykkt: 
  • 10.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15004


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Barattan.við.kerfid-v1.01.pdf253.22 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna