is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15011

Titill: 
  • Réttur til breytni. Er rétt að breyta af sannfæringunni einni saman?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Er rétt að breyta af sannfæringunni einni saman? Í þessari ritgerð er leitað svara við þessari rannsóknarspurningu frá nokkrum mismunandi sjónarmiðum, m.a. út frá ritdeilu Williams K. Cliffords og Williams James. Í ritgerðinni „Rétturinn til sannfæringar“ kemst Clifford að þeirri niðurstöðu að það sé ævinlega rangt að mynda sér skoðun á ófullnægjandi forsendum. William James var ekki á sama máli og Clifford og svarar honum í ritgerð sinni „Trúarvilji“. Í ritgerðinni hrekur James rök Cliffords og færir rök fyrir því að við megum, að gefnum vissum forsendum, taka þá trú sem okkur sýnist.
    Í fyrsta kafla skoða ég rök Cliffords og James og velti fyrir mér hvar ágreiningur þeirra liggur. Í lok kaflans tengi ég umræðu þeirra við rannsóknarspurningu þessarar ritgerðar. Í öðrum kafla lít ég á forvera þeirra, John Stuart Mill, sem fjallaði um svipað málefni í bókinni Frelsið, og skoða hvaða ljósi rök hans fyrir hugsunarfrelsi og málfrelsi varpa á spurninguna. Í þriðja kafla dreg ég saman umfjöllunina um Clifford, James og Mill með það að markmiðið að svara rannsóknarspurningunni „Er rétt að breyta af sannfæringunni einni saman?“

Samþykkt: 
  • 10.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15011


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Haukur Páll Jónsson.pdf267.56 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna