is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15026

Titill: 
  • Firð og firring. Brosið í heimspeki Helmuth Plessners
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er gerð grein fyrir kenningum þýska heimspekingsins Helmuth Plessners (1892-1985) á sviði heimspekilegrar mannfræði um mannlega tjáningu og félagsleg samskipti með sérstakri áherslu á brosið sem Plessner skrifaði um í stuttri ritgerð, „Brosinu“, árið 1950. Ritgerðin birtist í íslenskri þýðingu í viðauka og er það í fyrsta skipti sem íslensk þýðing á efni eftir Helmuth Plessner lítur dagsins ljós.
    Heimspekileg mannfræði Plessners gerir ágæta grein fyrir líkamleika mannsins sem verður oft útundan í þeirri heimspeki sem beinir athygli sinni að orðræðu, sviðsetningu sjálfsins og og félagslegum samskiptum. Kenningar Plessners um félagsleg hlutverk eru af þessum sökum áhugaverðar, en hann lýsir félagslegum samskiptum með hugtökum leiksins og hlutverka sem minnir um margt á kenningar Judith Butler um sjálfstjáningu og tengsl þess við sjálfsmyndir Engu að síður skortir hjá Plessner gagnrýni á samfélagslega stýringu einstaklinga. Þetta er áþreifanlegt í umfjöllun hans um brosið sem hann telur til merkis um sjálfræði mannsins gagnvart eigin líkamlegu tilvist, án þess að hann taki gagnrýna afstöðu til þess þegar brosið stjórnar einstaklingnum, fremur en að einstaklingurinn stjórni brosinu. Það er athyglisvert að þessa vídd skorti í heimspeki brossins hjá Plessner vegna þess að á síðari hluta ferils síns beindi hann sjónum sínum í meira mæli að félagsfræði. Í fyrri hluta ritgerðarinnar er kenningar Plessners um stað mannsins í náttúrunni útlistaðar auk hugmynda hans um inngöngu mannsins í táknkerfi menningarinnar með sérstakri áherslu á brosið.
    Innan hefðar lífpólitíkur (e. biopolitics) er að finna gagnleg hugtök til gagnrýni á félagslegri stýringu. Í síðari hluta ritgerðarinnar er gerð grein fyrir umfjöllun ítalska stjórnmálaheimspekingsins Roberto Espositos sem gagnrýnir kenningar Plessners um félagsleg hlutverk út frá hugmyndafræði ónæmiskerfisins, sem í baráttu sinni við aðsteðjandi ógn innlimar hluta hennar. Bent er á að sú fjarlægð sem Plessner telur nauðsynlega í félagslegum samskiptum, og brosið er prýðilegt dæmi um, geti orðið að öflugu stýringartæki í samfélögum nútímans.

Samþykkt: 
  • 10.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15026


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Marteinn Sindri Ritgerð.pdf330.04 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna