is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15029

Titill: 
  • Vald kvenna í aþenskum tragedíum: Medea, Alkestis og Elektra eftir Evripídes
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Aðeins örfá rit forngrískra kvenrithöfunda hafa varðveist en ekkert af verkum þeirra eru tragedíur eða rit sem sýna Aþenu á 5. öld f. Krist. Við höfum því engar heimildir um líf aþenskra kvenna sem koma beint frá konum þess tíma. Kynin gegndu ólíkum kynhlutverkum. Staður kvennanna var inni á heimilinu en staður karlanna utan þess. Í ljósi þess hve konur voru faldar á opinberum vettvangi vekur athygli hversu áberandi kvenpersónur eru í leikritum tragedíuskáldanna. Sögusvið tragedíunnar er yfirleitt á opinberum vettvangi. Kvenpersónur þeirra hafa sína eigin rödd, grípa til sinna ráða og liggja ekki á skoðunum sínum jafnvel þó þær séu á skjön við skoðanir karlpersóna leikritanna. Evripídes er það tragedíuskáld sem einna mest gerði hlutskipti kvenna að yrkisefni sínu. Leikrit Evripídesar einblína mjög á líf kvenna, kyngervi, tengsl þeirra við karlmenn og hlutverk þeirra í samfélaginu.
    Í eftirfarandi ritgerð verður leitast við að skoða vald kvenpersóna í þremur tragedíum eftir Evripídes. Leikritin eiga það sameiginlegt að hafa kvenpersónu í aðalhlutverki og heita verkin eftir þeim, en það eru Medea, Alkestis og Elektra. Hugtakið vald verður skilgreint og reynt verður að svara þeirri spurningu hvort og að hvaða leyti aðalkvensögupersónur Evripídesar séu valdamiklar.

Samþykkt: 
  • 10.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15029


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vald kvenna í aþenskum tragedíum B.A..pdf732.03 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna