is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15036

Titill: 
  • Mál og melódía. Frá hljóði til tals og tóna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð lýsir fyrsta árinu í þroskaferli nýfædds barns og því hvernig það skynjar hljóð og lærir að tileinka sér tal og tóna. Hún fjallar um það hvernig ungbörn aðgreina hljóð og flokka svo úr verður tungumál. Ég skoða hvað er sameiginlegt með mál- og ,,tón-“töku barnsins og hvernig þessir tveir þættir styðja hvorn annan þar sem eðli tals og tóna er á margan hátt það sama og lýtur sömu lögmálum. Þessi lögmál koma m.a. fram í því hvernig talað er um hvorn þátt um sig, þ.e. orðfærið sem notað er til þess að lýsa eiginleikum talmáls og tónlistar. Í báðum tilfellum er talað um setningar, hendingar, ris, hnig, hljómfall og takt. Þá skoða ég hvernig börn læra tungumál og hvernig hljóðskynjun ungbarna þróast frá hinu almenna til hins sértæka. Á fyrstu vikum lífsins skynja þau öll möguleg málhljóð. Smám saman dvínar þessi hæfileiki og í kringum eins árs aldurinn hafa þau lagað sig að hljóðkerfi móðurmálsins. Þannig geta börn haft hvaða tungumál sem er að móðurmáli. Þau fæðast sem alheimsborgarar með óteljandi möguleika en flokka svo vitneskju sína smátt og smátt og enda sem sérfræðingar í eigin móðurmáli.
    Við kynnumst því hvaða heilastöðvar eru ábyrgar fyrir máltöku og „tóntöku“ barna og skoðum einnig hvað gerist þegar mikilvægar heilastöðvar hætta að starfa eða laskast. Í lokin kynnumst við því sem fræðimaðurinn Chomsky (1959, 1965) segir um meðfædda málfræðiþekkingu manna (e. universal grammar) og fræðumst um kenningar Gardners (1999) um greind en hann heldur því fram að hvert mannsbarn fæðist með óteljandi möguleika til að þroska hæfileika sína. Í þessu samhengi talar Gardner um mismunandi tegundir greindar. Það fari eftir örvun og umhverfi hvaða hæfileikar þroskist og þróist og þar með hvað úr barninu verður. Í lokin dreg ég ályktun af helstu niðurstöðum rannsókna á mál- og ,,tón“-töku barna og lýk þar með athugun minni á ferlinu frá hljóði til tals og tóna.

Samþykkt: 
  • 10.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15036


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð Auður Gunnarsdóttir.pdf465.48 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna