is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15039

Titill: 
  • Í galdrinum felst mátturinn: Hugmyndafræði, forræði og kúgun í Harry Potter eftir J. K. Rowling
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Harry Potter bókaflokkurinn eftir J. K. Rowling hefur farið sigurför um heiminn síðan fyrsta bókin um galdrastrákinn Harry Potter kom út í Bretlandi árið 1997. Bækurnar höfða til barna sem og fullorðinna og fjöldi fólks les þær margsinnis. Fantasíur á borð við Harry Potter hafa hefðbundna uppbyggingu, frásögnin er línuleg og endirinn farsæll. Ævintýraheimurinn er í senn framandi og kunnuglegur því þar er að finna stjórnkerfi, skóla og banka ásamt fljúgandi kústum, draugum og töfrasprotum. Í þessum heimi ríkir talsvert óréttlæti þar sem þeir sem telja sig vera hreinræktaða galdramenn njóta forréttinda á kostnað þeirra sem fæðast ekki inn í fjölskyldu galdrafólks eða tilheyra minnihlutahópum galdravera. Í þessari ritgerð verður Harry Potter bókaflokkurinn skoðaður út frá kenningu Antonio Gramscis um menningarlegt forræði og kenningakerfi Louis Althussers um hugmyndafræði. Í samhengi við marxískar kenningar og með hjálp kenninga um fantasíubókmenntir verður einnig skoðað hvernig fantasíuformið viðheldur hugmyndafræðinni með hefðbundnu frásagnarformi og línulegri frásögn. Lögð verður áhersla á að skoða stéttakerfi galdraheimsins og hvernig menningarlegu forræði er beitt í gegnum stofnanir eins og Galdramálaráðuneytið, Spámannstíðindi og Hogwartskóla til þess að viðhalda kerfi sem byggist á kúgun minnihlutahópa.

Samþykkt: 
  • 10.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15039


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Í galdrinum felst mátturinn - Kristín María Kristinsdóttir.pdf582.15 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna